Eru Samtök iðnaðarins ekki hluti af íslensku atvinnulífi?

Samtök iðnaðarins hafa í mörg ár haldið á lofti þeirri skoðun í krónan sé atvinnulífinu fjötur um fót.  Samtökin hafa talað fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og talið að þeim hluta atvinnulífsins sem er í þeirra samtökum muni farnast mun betur ef Ísland gengi í EB.   Það að hvorki Geir Haarde né Davíð Oddsson hafi orðið varir við þessa skoðun eða þrýsting frá samtökunum sýnir að þeir eru í fílabeinsturni og sjá bara það sem þeir vilja sjá og hentar Sjálfstæðisflokknum.  Íslenskt samfélag, íslenskar fjölskyldur og íslensk fyrirtæki geta étið það sem úti frýs.   Flokkurinn hefur talað og svona er þetta bara sama hvað tautar og raular.
mbl.is Sigurður: Krónan hentar ekki Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband