Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hugsa sinn gang

Sjálfstæðisflokkurinn hefur barið höfðinu í steininn í stað þess að kanna gaumgæfilega hvort raunhæft og æskilegt sé að taka upp evru hér á landi, segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Nýverið tilkynnti Straumur Burðarrás að uppgjör félagsins og hlutabréf verði skráð í Evrum og kaupþing stefnir á að gera slíkt hið sama. Það hefur vakið upp umræður um hvort Ísland eigi að íhuga að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið, umræður sem eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir tveimur árum setti Valgerður Sverrisdóttir fram sömu hugmynd sem þá var tekið nokkuð fjálglega, sérstaklega af sjálfstæðisflokknum.

Hún segir það hafa verið eitt af einkennum sjálfstæðisflokksins að berja höfðinu í steininn í stað þess að kafa ofan í málið. Hún sagði flokkinn standa frammi fyrir því að hafa fjárfesta mikið í þeirri skoðun að krónan sé góð og evran sé vond og þessari stefnu og því sé erfitt fyrir þá að skipta um skoðun.

Hún segir stjórnvöld ekki lengur geta setið hjá heldur verða að skoða málið betur enda myndu allar alvöru ríkisstjórnir gera það.

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra dregur merkilegar ályktanir út frá þessari frétt sem tekin er af Vísi.

Hann kemst að því að þarna sé ekki verið að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn heldur sé verið að gagnrýna Guðna Ágústsson.  Þetta er merkilega niðurstaða og kannski dæmigerð fyrir það hvernig sjálfstæðismenn nálgast Evrópuumræðuna.  Hún er þeim svo óþægilega að það eru fundin ýmis hálmstrá hér og þar til að komast hjá því að taka efnislega afstöðu til málsins.

Sveiflur í gengi, jöklabréf, erlend lántaka fyrirtækja og einstaklinga, útrás íslenskra fyrirtækja og að maður tali nú ekki um himinhátt vaxtastig verðtryggðar og óverðtryggðar krónu hefur verið tilefni til umræðu í þjóðfélaginu um stöðu krónunnar.   Seðlabankastjóri og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins felur sig bak við skýrslu sem bankinn gerði áríð 1997 til þess að komast hjá óþægilegri umræðu.

Sjávarútvegsráðherra kýs bara útúrnúninga og heimatilbúna Kremlarlógík í stað þess að taka afstöðu í jafn stóru máli. 

Ég verð alltaf sannfærðari og sannfærðari um það að þeir atvinnuvegir sem í eina tíð voru undirstöðu atvinnuvegir þjóðarinnar líða fyrir setu íhaldsins í ríkisstjórn.   Atvinnuvegir sem standa undir atvinnu og búsetu í heilu landshlutunum sitja á hakanum í efnahagsstefnunni og skilaboðin til fólksins eru að koma sér í burtu og taka bara þátt í útrásinni.

Enn sannast hið fornkveðna - allt er betra en íhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband