Enkavæðing bakdyrameginn

Með þessari ákvörðun eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að einkavæða útrás orkufyrirtækjanna í skjóli umræðurnar um kaupréttarsamningana.  Það á að færa einkaaðilum allan ávinninginn af útrásinni.  Hagsmunum borgarfulltrúa er fórnað fyrir friðinn í flokknum.  Það er ótrúlegt að Vilhjálmur skuli gangast inn á þessa einkavæðingu og fórna hagsmunum borgarana með þessum hætti.

Það er augljóst af allri málsmeðferðinni að einstakir borgarfulltrúar hafa annaðhvort gengið eigin erinda og reynt að nota þetta mál til að uppfylla eigin metnað á kostnað kjósenda, eða að þeir eru að ganga erinda fjárfesta, Hannesar Smárasonar, Jóns Ásgeirs og annarra sem þá kaupa hlut Reykvíkinga í útrásinni. 

Eftir situr Orkuveitan í sárum og kemur til með að tapa mörgum góðum manninum og þeirri þekkingu sem þar hefur byggst upp til einkageirans.

Valdabrölt íhaldsins gengur framar hagsmunum heildarinnar og það er almenningur sem blæðir.

þeir ættu að skammast sín.


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Smári Kristbergsson

Það versta kemur þó ekki fram. En það er það að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja er skráður undir Reykjavík Energy Invest. Svo þegar REI verður einkavætt þá fellur hlutur OR í HS í hendur einkaaðila. En það eru hvorki meira né minna en 16% í viðbót við þau 32% sem þegar hefur verið einkavætt.

Merkilegt að hlutur OR í HS skuli enda undir REI sem var stofnað utan um útrásina.  Sé ekki hvernig HS kemur útrásinni við? En þetta má lesa hér.

Ellert Smári Kristbergsson, 8.10.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband