Það má lengi böl bæta að benda á eitthvað annað

Félagsmálaráðherra skrifar langa grein í Morgunblaðið í dag og telur upp ýmiss afrek sýn til þess gerð að bæta stöðu aldraðra og öryrkja.   Þetta gerir hún á sama tíma og samtök aldraðra og öryrkja fara fram á að ríkisstjórnin standi við fyrirheit sem gefin voru í sambandi við kjarasamningana.   Jóhanna félagsmálaráðherra hefur verið spurð um efndir t.d. varðandi loforð um aðgerðir húsnæðismálum sem gefin voru af sama tilefni.  Þá sagði hún að það yrði að samþykkja samningana og þá stæði ekki á efndunum.  Nú hafa samningar verið samþykktir og engar eru efndirnar.  Engar aðgerðir komnar í húsnæðismálum, engin lækkun eða niðurfelling á stimpilgjöldum. Og nú síðast kemur fram að ekki er staðið við gefin loforð til aldraðra og öryrkja.  Samningurinn er ekki pappírsins virði í augum ráðherra.  Allt svikið.   

Aldraðir og öryrkjar hafa skrifað og ályktað um það að kjörin hafi ekki batnað þrátt fyrir kosningaloforð Samfylkingarinnar.  Það á sér einfalda skýringu, Samfylkingin datt beint í pytt íhaldsins og eyddi þeim fjármunum sem bætt var í málaflokkinn til að bæta enn stöðu þeirra betur settu og létu þá verst settu sitja á hakanum.  Þorri fjármagnsins fór til þess að draga úr eða afnema tekjutengingar en ekki til þeirra sem höfðu minnst úr að spila.   Það er rót þeirrar óánægju sem er í röðum þessa fólks.  Jafnaðarmennskan varð að víkja fyrir friðnum á stjórnarheimilinu og sálin var seld.  Hagur þeirra betur settu bættur enn á kostnað hinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband