Vantraust og ráðleysi

Nú er svo komið að stjórnmálamenn treysta ekki íslenskum háskólamönnum til að gera hlutlausa málefnalega úttekt á stöðunni.   Þeir hafa misnotað háskólamenn aftur og aftur til að búa til misvitrar skýrslur byggðar á fyrirframgefnum niðurstöðum til að rökstyðja sitt mál.  Það hefur leitt til þess að flestir færir einstaklingar á þessu sviði eru meira og minni rúnir trausti og ótrúverðugir og þess vegna þarf að leita erlendis.   Þetta er auðvitað enn ein birtingarmynd þess hvað landið er lítið og hagkerfið smátt.  Og svo tala menn um fullveldi?  Ríkistjórnin leggur ráð þjóðarinnar í hendur Pricewaters, Delotte, Moodys og Woodys  og hvað þessar stofnanir heita og biðja um ráð.  Ef þetta er ekki ráðleysi hvað er það þá?
mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband