Alltaf lærir maður eitthvað nýtt
31.3.2008 | 04:10
Nú er ég staddur í hinni stóru Ameríku í í fluginu í dag frá Boston til Charlotte mælti sessunautar minn með því að ég læri Boston Globe. Í því ágæta blaði var áhugaverð grein um stöðu efnahagsmála hér í US. Greinin er skrifuð af prófessor í hagfræði og talar hann um að markaðurinn hafi misst allt traust á greiningarfyrirtækjunum sem lifa á því að selja okkur hinum greiningu stöðu mála. Hann segir að að tengsl greiningarfyrirtækjanna og hagsmunir þeirra séu orðnir svo samofnir markaðnum að þeim sé ekki treystandi. Þetta er eitthvað sem ég hef lengi haft á tilfinningunni með greiningardeildar bankana á Íslandi og talið eina ástæðu þess að erlendir aðilar treysti ekki hlutabréfamarkaðnum íslenska. Hér í Ameríku er talað um í fullri alvöru að stofna ríkisfyrirtæki sem getur út mat fyrir einstök fyrirtæki þar sem markaðnum er ekki lengur treyst. Það er skrýtið að koma í vöggu markaðsaflanna og upplifa þá umræðu sem hér er, markaðnum er ekki treystandi og hið opinbera þarf að koma að málum og skilgreina viðmiðinn og gefa út matið. Kannski var Geir bara aðeins á undan þegar hann fór mikinn og hélt blaðamannafundi um stöðu Íslands. Það virðist vera niðurstaða þeirra sem fjalla um þá stöðu sem uppi er að markaðsöflin hafi brugðist og græðgin orðið skinseminni yfirsterkari. Sem segir mér bara að menn ættu að halda sig við meðalhófið og vera framsóknarmenn í stað þess að elta gullkálfinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ævinlega laufléttur og lipur vegvísir í þínum skrifum. Ég tek undir með þeim þarna vestra, að greiningafyrirtækin virðast sjá afar stutt fram í tímann. Hvað varðar greiningadeildir bankanna hér heima, hefur mér fundist þær bestar í að greina það sem gerðist í gær.
Guðbjörn Jónsson, 31.3.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.