Er Geir að ná þessu?

Eitt af höfuðmarkmiði Evrópusamrunans er einmitt að koma í veg fyrir ófrið og blokkarmyndanir í álfunni.   Það er vonum framar að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að átta sig á þessu.  Helstu talsmenn flokksins í utanríkismálum hafa talað með þeim hætti undanfarið að það mætti halda að kalda stríðið væri enn í fullum gangi.   Það hefur orðið til ný heimsmynd með alþjóðavæðingunni, heimsmynd þar sem gömlu hugtökin um fullveldi og sjálfstæði hafa fengið nýja merkingu.  Vonandi er Geir að átta sig þessu og lætur af þeirri einstrengilegu einangrunarstefnum sem hann og flokkurinn hafa fylgt.   Það er nóg að VG sé á móti framtíðinni þó íhaldið sé það ekki líka.
mbl.is Evrópu ekki skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

... og styður Framsóknarflokkinn, fulltrúa fortíðar og afturhalds ...

Jóhannes Ragnarsson, 2.4.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

já flokkinn sem lofaði 12 þús störfum um árið og stóð við það.  Eina flokkinn sem stóð vaktina og sá til þess að sérstaða Íslands í loftslagsmálum var viðurkennd í Kyoto.   Flokkinn sem fór með viðskiptamálin þegar bankakerfið var einkavætt og nútímavætt.  Flokkinn sem leiddi þjóðina frá því að vera alfarið háð fiskveiðum í efnahagslíf sem byggir á 4 grunnstoðum,  Sjávarútvegi, Ferðamennsku, Fjármálaþjóustu og útflutningi iðnaðarvara.  Flokkinn sem þurfti að berjast hatrammri baráttu við íhaldið þegar fjármögnun íbúðalána var boðin út á alþjóðamarkaði og sýnt framá að íslendingar geta búið við svipuð vaxtakjör og aðrar þjóðir.   Flokkinn sem þorir þegar aðrir koma sér ekki saman. 

G. Valdimar Valdemarsson, 2.4.2008 kl. 19:11

3 Smámynd: Skaz

Er ekki tími til kominn hvort eð er að endurskapa Framsóknarflokkinn svo að hann standi undir nafni og sæki fram á við?

Ég held að ég muni kjósa þann flokk sem berst fyrir aðild að ESB hvað harðast næst...

Ekki sérstaklega hlynntur aðild en tel mig vera raunsæismann, því fyrr sem við byrjum að semja tel ég að við náum hagstæðari samningum. ESB aðild er óumflýjanleg. Líkt og það að herstöðin í Kefló færi.

En við þurfum bara ákveða hvort við ætlum að ráða því hvenær eða bara láta það gerast og fá ekkert fyrir okkar snúð 

Skaz, 2.4.2008 kl. 20:00

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það er nú ekki sama hvenær sótt er um aðild.  Samningsstaða okkar um þessar mundir er t.d. ekki góð og eins og Jón Sigurðsson fyrrv formaður Framsóknarflokksins sagði þá eigum við að sækja um þegar styrkur okkar er mestur og við höfum hvað sterkasta samningsaðstöðu.  Það er forgangsmál að styrkja efnahagslífið og tryggja það að þegar við förum í aðildarviðræður verðum við ekki með bakið upp að vegg.

G. Valdimar Valdemarsson, 2.4.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband