Hvað er þá verið að fela

Ef að það munar 100-200 þúsund krónum á dæminu hversvegna eru spilin þá ekki lögð á borðið?  Hvað er að fela?   Ég skal alveg taka undir það að ef þetta er munurinn í verði að þá sé þetta nú varla gagnrýni vert.  En hversvegna gefa ráðuneytin þá ekki kostnaðinn og leggja dæmið fyrir þjóðina og fjölmiðlamenn til að sannreyna að þetta sé ekki gagnrýnivert.   Á meðan aðstoðarmaður forsætisráðherra segir að ekki sé hægt að gefa upp hvað leigan á þotunni kostaði er verið að fela eitthvað.  Þjóðin á rétt á að vita kostnaðinn og ég skora á fjölmiðlamenn að krefja ráðuneytin svara og beita fyrir sig upplýsingalögunum.  Það varðar ekki þjóðarhag að halda leyndu hvað kostaði að taka þotuna á leigu, það er eitthvað óhreint sem er verið að fela.
mbl.is Munaði 100-200 þúsund krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hjartanlega sammála þér.

Þetta er hið undarlegasta mál. Ef þetta væri svona hagstætt og frábær lausn þá myndu allir fagna henni. Hvers vegna er þá verið að stinga gögnum undir stól til þess að tefja fagnaðarlætin? Hvers vegna sér mbl sig knúið til þess að birta 3 fréttir sama dag um þetta mál með 3 ólíkum skýringum og rökum á þessari góðu lausn?

Undarlegt, svo ekki sé nú meira sagt.

Kristbjörg Þórisdóttir, 3.4.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband