Gjaldþrot frjálshyggjunar
9.5.2008 | 10:40
Þessar hugmyndir frá ungum þingmanni Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en gjaldþrot frjálshyggjunnar. Frjálshyggjan boðar að markaðurinn leiti hagkvæmustu lausna á hverjum tíma. Aðilar í flutningastarfssemi sem ég hef átt samtöl við fullyrða að strandflutningar séu stundaðar í miklum mæli og meira mæli en á meðan ríkið stóð í því að reka skipafélag. Markaðurinn er nefnilega að virka og ef það er hagkvæmt að senda vöru á sjó er hún send á sjó. En ungur þingmaður á atkvæðaveiðum ætlar sér að taka upp ríkisrekna flutningastarfssemi og neyða flutningana með einum eða öðrum hætti út á sjó. Það mun ekki verða gert nema að til komi umtalsverðar niðurgreiðslur á sjóflutningum, eða að skattheimta á landflutninga verði aukin umtalsvert til að gera sjóflutningana hagkvæmari.
Þegar skoðað er hvaða vörur eru fluttar um þjóðvegi landsins kemur í ljós að þar er kennir ýmissa grasa. Dagvara í verslanir fer tæplega á sjó þar sem óhagkvæmt verður að koma við í hverri höfn og fyrir verslunina að liggja með stóra lagera á milli ferða, og að ræsa út mannskap til að taka við sendingum þegar skipin koma.
Fiskur sem fluttur er í stórum stíl fram og aftur þjóðvegina verður tæplega fluttur á sjó. Forsenda fyrir háu fiskverði er ferskt hráefni og sjóflutningar geta bara ekki keppt við landflutninga þegar kemur að því að flytja fisk á milli markaða og vinnslu eða til útflutnings í flugi.
Olíur og bensín eru að stærstum hluta flutt á sjó í dag og síðan frá höfnum og að afgreiðslustöðvum og það breytist ekkert.
Eftir standa einstaka tilfallandi þungaflutningar, áburður, byggingarvara, hráefni og framleiðsla iðnfyrirtækja á landsbyggðinni. Ég held að allir þessir aðilar hafi fyrir langalöngu reiknað út hagkvæmustu leið við flutninga og nýti sér hana.
Álögur á landflutninga til að neyða menn af vegunum er bein skattheimta á fyrirtæki og fólk á landsbyggðinni og væri mikil afturför, mönnum væri nær að viðurkenna orðin hlut og bregðast við með átaki í vegagerð og láta markaðinn ráða, hann á við þar sem samkeppni er til staðar og hún er til staðar í flutningum.
Strandsiglingar kall nútímans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skv. frjálshyggjuhugmyndum á markaðurinn að finna hagkvæmustu lausnina að því gefnu að verðmyndun sé eðlileg. Eins og staðan er núna þá er verðmyndun í flutningum ekki eðlileg því að þeir sem reka flutningabifreiðar greiða ekki til viðhalds á nauðsynlegum samgöngumannvirkjum með sama hætti og þeir sem reka flutningaskip (hafnargjöld).
Þessi tillaga er því ekki í nokkurri andstöðu við frjálshyggju.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:46
Nei það er alveg satt, ekkert frekar en að það samrýmist ekki hörðustu frálshyggju að búa úti á landi á Íslandi. Ef greiða ætti reiknaðan kostnað við flutninga á vegum landsins yrði ekki um neina flutninga að ræða. Hafnargjöld fara ekki til að greiða stofnkostnað við hafnir heldur rekstur þeirra og viðhald og ef samanburðurinn á að ganga upp er þá ekki rétt að leggja fullt gjald á notknun hafna eins og á þjóðvegina? Ergo frjálshyggjan gengur ekkert upp á Íslandi og mönnum væri nær að vera með báða fætur á jörðinni og viðurkenna það í stað þess að berjast fyrir útópískum hugmyndum sem aldrei ganga upp.... það fer bara eins fyrir þeim og kommunum. XB- lifi framsókn.
G. Valdimar Valdemarsson, 9.5.2008 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.