Krónan liggur fyrir dauđanum

Seđlabankinn hefur gert samninga viđ félaga sína á norđurlöndunum um ađ ţeir geymi krónur og láti af hendi evrur í stađinn.   Ţetta er sagt gert til ţess ađ tryggja lausafjárstöđu Seđlabankans. 

Hversvegna bankinn ţarf allar ţessar evrur er spurning sem eftir stendur, kannski til ađ verja krónuna ţegar Jöklabréf falla á gjalddaga nćst?    Ţađ er ljóst ađ ef keyptar eru krónur fyrir evrurnar eru ţćr ekki lengur gjaldeyrisvarasjóđur og varla fara bankarnir ađ taka ţćr ađ láni .  Síđar kemur svo ađ skuldadögum og bankinn ţarf ađ kaupa evrur til ađ skila til Skandinavíu og fá krónurnar  heim ţar sem ţćr eru jú engum til gangs í Skandinavíu.

Hér er veriđ ađ slá sig til riddara međ ţví ađ pissa í skóinn og fresta vandanum, hann fer ekkert ţrátt fyrir ţessa samninga.   Sálrćn áhrif ţess ađ loksins var eitthvađ gert vara eflaust í viku eđa tíu daga og svo fellur allt í sama fariđ.

Eftir stendur ađ Seđlabankinn, međ ţá Halldór Blöndal, Hannes Hólmstein og Ragnar Arnalds í stjórn og Davíđ Oddsson sem ađalbankastjóra ýta vandanum á undan sér og vonast til ađ einn daginn hverfi hann af sjálfu sér.  Evru og Evrópuumrćđan er svo skrambi óţćgileg og vond fyrir Flokkinn.

Hvenćr ćtla mennirnir ađ skilja ţađ ađ Styrmir Gunnarsson skrifar ekki vandann út af borđinu í leiđurum, Reykjavíkurbréfum eđa Staksteinum.   Morgunblađiđ er ekki lengur gerandi í íslensku efnahagslífi, ţeir dagar eru liđnir og koma sem betur fer aldrei aftur.

 


mbl.is Skiptasamningar gilda út áriđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Jamm ég held ađ ţađ sé ađ koma dulítiđ flatt upp á ţá félaga ađ vera ekki alráđir lengur, ađ hafa búiđ til skrímsli sem er fariđ ađ stjórna sér sjálft og verđur fyrir utanađkomandi áhrifum. Hvort ţeir séu bara ennţá í sjokki eđa bara viti ekkert hvađ á ađ gera í málunum ţađ á eftir ađ koma í ljós og ég óttast ađ ţađ sé dálítiđ af báđu.

Skaz, 16.5.2008 kl. 13:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband