Matvælaverð 64% hærra en í Evrópu

Könnun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að matvælaverð á Íslandi er 64% hærra en á Íslandi. 

Þessar tölur hljóta að vekja alla þá sem fjalla um samfélagsmál til umhugsunar.  Það er ekki hægt að skýra þennan mun með einungis fjarlægð eða smæð markaðar.   En eflaust má skýra hluta af honum með íslensku krónunni,  og vaxtastiginu á íslandi.   Fákeppni á líka hlut að máli, nú og hlutfallslega hár launakostnaður á Íslandi er líka orsök. 

Hér bítur hvað í annars skott,  launakostnaður verður að vera hár til þess að launamenn eigi fyrir afborgunum og vöxtum og í sig og á.   Hár launakostnaður kemur fram í hærra matvælaverði sem svo kemur fram í hærri vísitölu, sem hækkar svo afborganir og vexti sem kallar svo á hærri launakostnað. 

þegar stýrivextir eru hækkaðir til þess að slá á verðbólgu fer hluti hækkunar beint út í verðlagið og framkallar einmitt verðbólgu.  Við erum komin í vítahring sem minnir óneitanlega mikið á víxlhækkun verðlags og launa hér á árum áður.   Það er ekki auðvelt að brjótast út úr þessum vítahring en bent hefur verið á þá leið að leggja af krónuna. 

Hátt vaxtastig er m.a. tilkomið til þess að verja lítinn gjaldmiðil eins og krónuna fyrir áföllum og til þess að skapa á henni traust.  Um leið og krónan leggst af og nýjar skuldbindingar verða í evrum fjara verðtryggingin út og hættir að virka sem spírall sem fóðrar verðbólgu. 

Sú kaupmáttaraukning sem verður við það að verð á matvælum lækkar og það dregur úr vaxtabirgði heimilanna getur verið grunnur að nýrri þjóðarsátt og nýrri sókn í íslensku atvinnulífi.

Þeir sem tala fyrir því að halda upp á krónuna verða að benda á leiðir út úr þessum vítahring og hvernig hér á að byggja upp varanlegan stöðugleika með krónunni.   Það nægir ekki að hanga í þeirri tálsýn að íslenska krónan sé hagstjórnartæki sem við höfum eitthvað um að segja. 

Atburðir undanfarinna vikna hafa sýnt það svart á hvítu að við ráðum ekki ferðinni þegar kemur að skráningu krónunnar á markaði.


mbl.is Verð á mat 64% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband