Það skal logið fram í rauðan dauðan
30.6.2008 | 15:04
Stefnumörkun stjórnvalda sumarið 2003 og upptaka 90% lána Íbúðalánasjóðs sumarið 2004 hafi hrundið þessari atburðarrás af stað og mikil hækkun lána og lánshlutfalls almennra lána í opinbera íbúðalánakerfinu hafi leitt til sviptinga á verði íbúðahúsnæðis og röskun jafnvægis í þjóðarbúskapnum.
Það er margbúið að leiðrétta þessa rangfærslu SA aftur og aftur og aftur, en enn skal hamrað á lyginni. Íbúðalánasjóður hækkaði ekki lánshlutfall í 90% fyrr ein í desember 2004 eða um 4 mánuðum eftir að bankarnir ruddust inn á markaðinn með gylliboðum um gull og græna skóga.
Það er eitthvað að mönnum ef þetta hefur ekki komist inni í hausinn á þeim, og því ekki hægt að álykta annað en að endurskrifa eigi söguna með röngum söguskýringum bankanna.
Skammist ykkar og haldið ykkur við sannleikann.
Stjórnvöld breyti aðkomu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.