Ríkisstjórnin lagði inn fyrir þessu

Það getur varla verið auðvelt að fá launþega hjá ríkinu til að taka á sig einhverjar kjaraskerðingar núna þegar kreppir að.   Ríkisstjórnin kom fram með fjárlög sem voru alveg út úr kortinu með 20% kostnaðarauka.  Fjárlög sem allir vöruðu við.   Síðan þegar kreppan fer að bíta á fyrirtæki og fjölskyldur situr ríkisstjórnin með hendur í skauti og gerir akkúrat ekkert til að draga úr áhrifunum. 

Ríkisstjórnin situr með lánsheimild upp á 500 milljarða og ekkert gerist.   Þeim væri í lófa lagið að taka hluta af upphæðinni að láni og styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.  Jafnvel í hverri viku í 4 - 6 vikur.  Ef þessi lán verða óhagstæð má endurfjármagna þau þegar aðgerðirnar eru farnar að virka, en þær virka jú ekki fyrr en eitthvað er gert.   Ef ríkisstjórnin er að bíða eftir lægra skuldatryggingarálagi er hún að bíða eftir sjálfri sér,  það er hún sem þarf að grípa til ráðstafana sem hafa áhrif til lækkunar og á meðan ríkisstjórnin gerir ekkert neitt... gerist ekki neitt.


mbl.is Læknar stefna á verkfall í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband