Seðlabankinn viðheldur verðbólgu

Markmið með háum stýrivöxtum er að skapa vaxtamun við útlönd sem freistar útlendinga til að koma inn með erlent fé og ávaxta hér.  Þannig helst gengið hátt og vinnur gegn verðbólgu sem til er komin vegna þenslu innanlands.   Þessi rök heyrði maður aftur og aftur og aftur á hækkunarferlinu þegar Seðlabankinn rökstuddi hverja hækkunina á fætur annarri.

Nú hefur gengið fallið, þrátt fyrir háa stýrivexti, og vaxtamunurinn er enginn eða sáralítill og útlendingarnir farnir með féð.   Stýrivextirnir eru farnir að bíta á fyrirtækin og fjölskyldurnar og fyrirtækin eiga þá leið að velta hækkun stýrivaxta beint út í verðlagið til að komast hjá gjaldþroti en einstaklingar og fjölskyldur eiga ekkert skjól.

Háir stýrivextir munu nú fara út í verðlagið og valda verðhækkunum sem Seðlabankinn bregst svo við með því að hækka stýrivexti til að slá á verðbólgu.  Er þetta ekki sami vítahringur og við vorum í fyrir tíma þjóðarsáttar nema þá voru það launin sem hækkuðu og gengið sem lækkaði til að fyrirtækin gætu greitt hærri laun og verðbólgan óð áfram.

Ætlar Davíð Oddsson að hafa það sína arfleið í stjórnmálum að hafa elt kreddukenningar í hagstjórn út yfir gröf og dauða, sett fjölda fjölskyldna á vonarvöl og eyðilagt allan árangur þeirra ára sem hann sat í ríkisstjórn?


mbl.is Stýrivextir áfram 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband