Samstaðan í minnihlutanum er á undanhaldi
25.7.2008 | 13:17
Það liggur nú fyrir að eftir fáránleg fagnaðarlæti Samfylkingar og VG korteri eftir að úrskurður Skipulagsstofnunar lá fyrir er engin málefnalega samstaða í minnihlutanum í borgarstjórn um orkumál og atvinnumál. Atvinnumál eiga eftir að vera stóru málin í haust þegar atvinnulífinu fer að blæða undan aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.
Þá er mikilvægt að góðar arðbærar hugmyndir um atvinnusköpun liggi ekki sem hilluvara í gíslingu einnota borgarstjóra. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er mikil og völdin dýru verði keypt ef ekki verður leitast við að koma Bitruvirkjun í gegnum borgarstjórn. Þá verða það fyrirtækin og fjölskyldurnar í landinu sem fá reikninginn fyrir einnota borgarstjórann.
Það verður svo fróðlegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn ganga til kosninga eftir 2 ár búna að vera í gíslingu einnota borgarstjórans í 2 ár.
Segir ljóst að Birtuvirkjun hafi verð slegin af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.