Stoltur af aðgerðarleysinu

Nú stígur forsætisráðherra fram og er stoltur af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.   Hann telur að efnahagslífið sé að aðlagast nýju umhverfi og komið hafi ljós hvað íslenskt efnahagslíf er sveigjanlegt að fljótt að aðlaga sig að nýjum raunveruleika.

Aðlögun efnahagslífsins fer þannig fram þessa dagana að lítil fyrirtæki, sprotafyrirtækin sem stjórnmálamenn tala um á tyllidögum berjast fyrir lífi sínu og spáð er að allt að 1.000 fyrirtæki verði gjaldþrota á árinu.

Aðlögunin fer líka þannig fram að ungum fjölskyldum, fólki nýkomnu úr námi með börn á framfæri eru sendir himinháir reikningar vegna húsnæðis.   Með aðgerðarleysi sínu er ríkisstjórnin að staðfesta að þetta fólk eigi að greiða fyrir niðursveiflu efnahagslífsins.  Ríkisstjórn íhalds og jafnaðarmanna ætlar ekki að gera neitt til þess að jafna byrðarnar.  Afmörkuðum þjóðfélagshópum er sendur himinn hár reikningur á meðan aðrir fitna.   

Þetta er íhaldssemi,  en það er alveg nýtt fyrir mér að þetta sé jafnaðarmennska.   Enda gleymdi jafnaðarmannaflokkurinn öllum sínum hugsjónum um leið og hann settist í stólanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Svo má við þetta bæta að margir þessara"háu"herra tala blygðunarlaust um að svo og svo mikið hugvit sé í þjóðinni. Segi nú bara HVAR er hugvit ríkisstjórnarmeirihlutans, Man ekki betur en að þetta hafi átt að styrkja sprotafyrirtækin svo um munar. Síðan fá þau nú þá köldu gusu sem þú rekur í pistli þínum.

Eiríkur Harðarson, 5.8.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband