Ósvífni sem verður að svara

Á sama tíma og olíuverð lækkar og gengi styrkist hækkar N1 verð á olíu og bensíni.   Stjórnarformaður þessa félags hefur skrifað greinar um að allir verði nú að leggjast á eitt til að rétta af þjóðarskútuna.   Það á greinilega ekki við þetta ósvífna olíufélag.   Hvað ætla neytendur að láta bjóða sér svona vinnubrögð lengi?   Er ekki komin tími til að sýna í verki að hækkanir eins og þær sem við sáum hjá N1 í dag var kornið sem fyllti mælinn.   Ég mæli með að öllum viðskiptum sé hætt þar til skipt hefur verið um eigendur þessa félags.  Þetta eru arðræningjar sem ráðast á viðskiptavini sína í skjóli fákeppni.  

Hingað og ekki lengra... Segjum STOPP hættum að skipta við N1


mbl.is Engin þjóðarsátt um eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband