Klækir Árna

Árni Þór kemur fram í sjónvarpi og viðurkennir að hann var að reyna að fá sitjandi borgarstjóra til að segja af sér degi áður en meirihlutinn féll.   Svo dettur VG og S í hug að saka Óskar Bergsson um að rjúfa samkomulag um að ástunda ekki klækjastjórnmál.     Það þarf ekki frekar vitnana við VG rauf það samkomulag og allt bendir til að það hafi verið gert með samþykki og velvilja Samfylkingar.

Allt tal um annað er ekkert annað en grjótkast úr glerhúsi.


mbl.is Segir Ólaf hafa samþykkt að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei nei minn kæri, þetta eru ekki klækjastjórnmála að heimta þess að krefjast þess að viðkomandi forni sér á altari. Þetta eru Hrokastjórnmál sem Dagur B er höfuðsmaður að. Hroki hans gagnvart öðrum er gríðarlegur. Hann heldur greinilega að hann sé krónprins Reykjavíkur og allir aðrir eigi að fórna sér fyrir hann og beygja sig og bukta eftir hans vilja.

Fannar frá Rifi, 14.8.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það voru ekkert klækir í þessu heldur heiðanleiki. Þeir vissu það að það væri ekki vinnandi með Ólafi F Magnússyni og vildu hann ekki aftur í samstarf. Það eru skýr skilaboð um hvað menn vilja. Ég verð að viðurkenna að mér lýst samt betur á þennan meiri hluta en þann sem var á undan. Annað hefði líklega verið óhugsandi.

Brynjar Jóhannsson, 15.8.2008 kl. 05:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband