Eru Össur og Þórunn í sömu ríkisstjórn

Ríkisstjórnin styður álver á Bakka, að því er fram kom í máli Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, á Alþingi áðan.   Er þetta bara síðasta dæmið um tvískynnung Samfylkingarinnar.   Það er dæmalaust hvað sá flokkur kemst lengi upp með að hafa tvær stefnur í öllum málum, bæði með og á móti.    Ríkisstjórnin hefur nú sýnt stuðning sinn í verki og farið fram á "heilstætt umhverfismat" framkvæmda vegna álvers, raforkuöflunar og línulagna þarna fyrir norðan.  

Heilstætt umhverfismat er hugtak sem engin þekkir til hlítar hvað þýðir.   Það á að leika það af fingrum fram, en þó hlýtur öllum að vera ljóst að ekki verður hægt að taka afstöðu til neinna framkvæmda fyrr en öll vinna við umhverfismat allra þátta er að baki og það hefur farið í gegnum lögformlegt ferli. 

Ráðherrar, til og með umhverfisráðherra hafa keppst við að segja að ákvörðunin um heilstætt umhverfismat hafi ekki áhrif á eða seinki framgangi verksins.   Ríkisstjónin þarf að gera betur grein fyrir því hvað í þessum orðum fellst.  Á að gefa einhvern afslátt af umhverfismatinu?  Verður sett um einhver flýtileið?  Eða eru þetta innantóm orð til að slá ryki í augu kjósenda?

Össur stendur sig vel í blogginu og blammeringunum á samþingmenn sína, en er hann að standa sig í vinnunni?   Það kemur í ljós í vor þegar bora á rannsóknarholur við Þeystareyki.  Ef ekki getur orðið af því eins og til stendur er ríkisstjórnin að þvælast fyrir og til bölvunar og Össur getur ekki beytt yfir það með fagurgalanum einum saman.  

Nú verður fróðlegt að sjá hvort Össur bara talar... eða hvort hann getur líka látið verkin tala


mbl.is Stjórnin styður álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ertu ekki búinn að átta þig á því að þetta er engin tvískinnungur? Samfylkingin er ekki flokkur, heldur kosningabandalag fjögurra flokka, alþýðubandalags, alþýðuflokks, kvennalista og þjóðvaka, sem hafa hver sína stefnuna.

Gestur Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ó þettar er þá fjórskinnungur ?

G. Valdimar Valdemarsson, 3.9.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband