bla bla bla bla

Gengi krónu er afar háð þeim skilyrðum sem ríkja á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hverju sinni svo og mati erlendra matsfyrirtækja á efnahagslegum aðstæðum hér á landi og áhættulyst fjárfesta svo dæmi séu tekin. 

 Þetta er svar greiningardeildar Glitnis við þeim spurningum sem brenna á þjóðinni þessa dagana, hverjir eru að fella gengið.  

Hér löngu söguleg upptalning á þróun gengis undanfarna mánuði og ár.  En það er engin tilraun gerð til þess að finna ástæður fyrir gengisþróuninni.   Það er talað um fylgni milli skuldatryggingaálags og gengisþróunar.  Má ekki leiða að því líkum að þegar skuldatryggingaálagið er hátt leiti íslensku bankarnir annarra leiða til að fegra uppgjörin t.d. með því að fella gengið?

Þessi greining leggur ekkert til málanna og gerir enga tilraun til að svara þeirri spurningu hverjir það eru sem hafa af því hag að fella gengið á þriggja mánaða fresti.  Það er reyndar horft algerlega framhjá þeirri staðreynd að gengið fellur mest við lok ársfjórðunga.

Það er því líklegt að bankarnir hafi leitað í smiðju Valhallar og séu að kasta reyksprengjum inn í umræðuna til að forðast kjarna málsins.  Greiningardeildirnar hafa sannað sig að vera verkfæri bankanna í áróðursstríði við stjórnvöld og almenning en ekki hlutlausir aðilar sem ráða fólki heilt þegar kemur að fjárfestingum.


mbl.is Ýmsir þættir orsaka sveiflur á gengi krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband