Geir lifir í draumi

Ef verkalýðshreyfing á að samþykkja framlengingu kjarasamninga verður Geir og íhaldið að láta af draumnum um íslenska krónu.    Íhaldið notar krónuna til þess að skerða hér lífskjör þegar því hentar og færa fjármuni milli stétta og kynslóða.   Sá tími er liðinn og nú þarf hagstjórn sem byggir á velferð allra í samfélaginu.   Fyrsta skrefið í þá átt er ný mynt sem veitir ný tækifæri til að skapa stöðugleika til lengri tíma.   Evra er ekki töfralausn eins og sumir Samfylkingarmenn halda, en hún er tækifæri til að stýra efnahagsmálum í það horf að hægt sé að byggja hér upp og horfa fram á vegin til lengri tíma en vikna og mánaða.

 


mbl.is Æskilegt að framlengja kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Ættum að útvega Geir svona treyju þar sem maður er spenntur og faðmar alltaf sjálfan sig. Og ekki væri verra að hann fengi líka bólstrað og hljóðeinangrað herbergi.

Skaz, 5.10.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband