Geir gefst upp

Enn og aftur kemur Geir Haarde og kennir alþjóða fjármálakreppu um, en talar í sama orðinu um að ríkisstjórnir og seðlabankar um allan heim séu að grípa til aðgerða.  En á Íslandi nei, Davíð kóngur og Geir ráðalausi þeir gera ekki neitt.   Ég lýsi fullri ábyrgð á Geir Hilmar Haarde ef gengið fellur áfram á morgun.   Þá er ljóst að þetta "skot" í gengið fer beint út í verðlagið og leggst á lánin mín og allra annarra sem búa við íslenska krónu og verðtryggingu.

Geir lýsir því yfir að innistæður almennings séu tryggar, hann áttar sig ekki á því að fólk hefur enga trú á honum og því sem hann segir.   Hann sagði þjóðinni ósatt alla síðustu helgi og getur ekki reiknað með að þjóðin trúi honum núna. 

Ábyrgðin er Flokksins, Geirs og Davíðs og það er tímabært að fólkið á landinu standi upp og láti ekki bjóða sér þessi vinnubrögð lengur.    Hvaða hagsmuni eru þeir að vernda?  Ekki okkar fólksins í landinu.


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband