Tölvupóstur að norðan

Góðan daginn suður þar.

 

Þega ég vaknði í morgun var mér mikið létt. Ég sá einhver brot úr féttatímum um helgina og var satt að segja farinn að fá á tilfinninguna að eitthvað væri að. Allir helstu fyrirmenn þjóðarinnar sátu á löngum fundum daga og nætur í myrkvuðum bakherbergjum í ráðherrabústaðnum. Og af fasi fréttamanna mátti skilja að einhverjar aðgerðir væru í vændum, sem ætlað væri að kippa einhverjum hlutum í lag á nýjanleik. Að vísu bý ég svo langt í burtu að ég hafði ekki áttað mig á að ekki væri allt í lagi, né heldur hvað þyrfti að gera til að allt yrði í lagi aftur. En í gær virtist þó eins og eitthvað væri ekki upp á sitt besta lengur. Þess vegna var það mikill léttir í morgun að heyra að Geir okkar blessaður hefði gefið það út í nótt að það væri ekkert að og ekkert sem þyrfti því að gera til að laga. Þeir voru náttúrulega bara að æfa fyrir árshátíðina blessaðir mennirnir, og enn og aftur látum við fjölmiðlamenn hafa okkur að fíflum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband