Er þetta krónan sem Davíð hrósaði í gær ?

Samkvæmt vef svissneska viðskiptabankans UBS er pundið komið í 410 krónur. Þar kostar evran 320 krónur og danska krónan er jafnvirði 43 íslenskra króna. Dollarinn er þar metinn á heilar 235 krónur.

Á sama tíma selja ríkis- og viðskiptabankarnir á Íslandi evruna í kringum 195 krónur. Hið fasta gengi seðlabankans þar sem evran er á 131 krónu virðist því ekki eiga sér stoð í þeim viðskiptum sem eiga sér stað með krónuna á Íslandi, í Evrópu og um allan heim. Á viðskiptavef Forbes er evran sögð kosta 265 krónur og í Seðlabanki Evrópu er krónan í 197 gagnvart evrunni.

Misræmið í viðskiptum með krónuna er því orðið gífurlegt. Ljóst er að erlendir aðilar eru búnir að missa traust á gjaldmiðlinum.

Er ekki komin tími til að Seðlabankastjóri komi niður á jörðina, skrifi uppsagnarbréfið og farið austur í bústað.  Viðtalið hans í gær er að virka svipað og þegar Geir fór að sofa á sunnudaginn, allt komið í bál og brand.  Og svo kallar hann sig slökkvilið !!!!!!!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband