Hr. Iðnaðarráðherra

Kæri Össur

 Ég heyrði í fréttum í morgun að starfandi formaður Samfylkingarinnar Ágúst Ólafur vill að við látum hryðjuverkamanninn í Seðlabankanum taka pokann sinn.   Ég hef lengi haft efasemdir um að Davíð Oddsson sé fær um að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar.   Nú þegar vinir okkar á Bretlandi hafa gripið laga um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfssemi til að bregðast við Seðlabankastjóranum er mig farið að gruna sterklega að ég hafi bara haft rétt fyrir mér.  Það styrkir mig svo enn í trúnni að varaformaður Samfylkingarinnar sem er leiðtogi flokksins í fjarveru formanns er sama sinnis.  Einu sinni sagði leiðtogi jafnaðarmanna um Seðlabankastjóra að hann væri haldin víðtækri vanþekkingu á efnahagsmálum, ég held að það eigi sérlega vel við þann sem nú situr í brúnni á þeim bæ.

Það vekur upp hjá mér vonir um að nú berji Samfylkingin í ríkisstjórnarborðið og losi þjóðina við Davíð Oddsson.  Þannig unnum við framsóknarmenn í ríkisstjórn við fylgdum formanninum okkar að málum.  Það er annars þannig í Samfylkingunni i að varaformaður er varamaður formanns er það ekki?   Og að varaformaður er helsti talsmaður flokksins út á við í fjarveru formanns?  Endilega leiðréttu mig ef ég hef eitthvað misskilið það.

Vonandi fylgir þú eftir stefnu formannsins og flokksins á ríkisstjórnarfundi í dag og lætur kné fylgja kviði.  Við getum ekki reiknað með að Sjálfstæðisflokkurinn láti Davíð fara.   Þeir hafa haft hann sem hjáguð í mörg undanfarin ár og þannig brotið 1 boðorð þjóðkirkjunnar.   Það hefur reyndar fækkað svolítið í henni, þjóðkirkjunni,  en samt held ég að það sé ekki í samræmi við fjölda Sjálfstæðismanna.  Svo að þeir hafa tekið upp villutrú og því mikilvægt að þú og aðrir ráðherrar standi nú vörð um grunngildi samfélagsins og stöðvið þessa villutrú.

Ég er reyndar að hissa á að biskupinn skuli ekki hafa gert eitthvað í málin, en ég treysti því nú að þú fylgir formanninum þínum að málum og gerir eitthvað í málinu.

kveðja

þinn vinur

G. Vald.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband