Össur... ég sem hélt að þér væri treystandi
9.10.2008 | 13:48
Svo heyrir maður af því að þú byrjaðir að blaðra óábyrgt. Orð þín í meðfylgjandi viðtali voru þýdd og send út til Bretlands. Bresk stjórnvöld brugðust ekki strax við, kannski vegna þess að þetta varst nú bara þú sem talaðir og kannski vegna þess að þeir vildu fá svona alvarleg tíðindi staðfest á fleiri stöðum áður en gripið væri til laga gegn hryðjuverkum.
Síða kemur Davíð Oddsson og tekur af öll tvímæli um að hér eigi aðeins að slá skjaldborg um íslenska sparifjáreigendur. Auðvitað skyldu stjórnvöld í Bretlandi þetta eins og það er sagt, það eru íslenskir sparifjáreigendur en ekki breskir sem verið er að vernda og þegar seðlabankastjóri staðfestir orð iðnaðarráðherra þarf varla frekari vitnana við.
Össur þú getur kastað skít í Guðna, en óbyrgt tal þitt og síðar Davíðs hefur kostað þjóðina hundruð milljarða og nú skil ég hversvegna starfandi formaður hefur ekkert um brotthvarf Davíðs úr Seðlabankanum að gera. Þú ert að vernda rassinn á sjálfum þér enda samsekur um landráð.
Hlustið á viðtalið sérstaklega frá milli 3 og 4 mínútu þar sem hann talar af fullkomnu ábyrgðarleysi aðeins um íslenska sparifjáreigendur.
Össur farðu nú frá
http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/20305/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.