Hvert stefnum við?
9.10.2008 | 17:07
Það er ljóst að slagurinn á næstunni stendur milli þeirra sem vilja hverfa til fortíðar og hinna sem vilja horfa fram á veginn.
Fyrirtækin í landinu verða ekki burðug þegar storminn lægir. Það blasir við að eiginfjárstaðan er að hverfa í vaxtaokri Seðlabankans og þá verður hver að hugsa um sig. Orka fyrirtækjanna fer í að reka sig frá degi til dags og það verður langt að bíða þess að hér verði einhver uppbygging.
Valið mun standa milli þess að byggja hér upp á mörgum árum upp atvinnulíf og á meðan verður hér viðvarandi atvinnuleysi eða að sækja um aðild að ESB og fá aðgang að styrkjum ESB til að byggja upp ný og öflug fyrirtæki.
Aðgangur einstaklinga og fyrirtækja að erlendu lánsfé verður tæpast til staðar. Það verður jafnframt erfitt fyrir væntanlega ríkisbanka að fjármagna sig erlendis frá, nú þegar ríkisstjórnin hefur haft forgöngu um að afskrifa erlendar skuldir bankanna.
Baráttan snýst um að tryggja að heimastjórnarflokkarnir íhald og VG með sýna fortíðarhyggju komist ekki til áhrifa á Íslandi í kjölfar þessa óveðurs sem nú gengur yfir okkur
Vilja menn Árangur áfram og ekkert stopp eða vilja menn 10-15 ára stöðnun og afturhvarf til fortíðar. Velferðarkerfið, menntakerfið og aðrar grunnstoðir samfélagsins byggja á því að hér sé öflugt atvinnulíf með nægri vinnu sem greiðir skatta og skyldur til sameiginlegra sjóða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.