Góðar fréttir

Það er ánægjulegt núna í öllu því umróti sem yfir okkur gengur að einhverjir halda haus.   Ef selja þarf eignir til að eiga fyrir skuldum eða til að styrkja þau fyrirtæki sem eftir standa er mikilvægt að halda ró sinni.   Það er engum akkur í að selt sé á einhverju undirverði og það er gott til þess að vita að fjárfestingar Björgúlfs virðast það traustar að hann getur selt á ásættanlegu verði á þessum tímum.   Vonandi verður unnið eins úr eignum bankana og annarra fyrirtækja að allra leiða verði leitað til þess að gæta hagsmuna eigenda og kröfuhafa.

Það væri svo óskandi ef íslenskir athafnamenn eiga borð fyrir báru þegar skuldir hafa verið greiddar að þeir komi með fjármagn inn í landið til að fá hér hjólin til að snúast og til þess að skapa eftirspurn eftir krónu.  En það mun flýta fyrir eðlilegri gengisskráningu.


mbl.is Ekki neyðarsala á Elisa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband