Nei ekki talsmenn... fortíðardraugar

Þeir sem ekki styðja inngöngu í Evrópusambandið og hafa setið við stjórnvölin án þess að koma með neinar haldbærar ráðstafanir sem dygðu til að verja krónuna og íslenskt hagkerfi eru fortíðardraugar.  Það eru stjórnmálamenn sem komast til valda vegna þess að þeim er stillt upp af Flokknum í sæti þar sem ekki næst til þeirra þó þúsundir striki þá út.

Það er ábyrgðarhluti að afgreiða umræðuna um Evrópusambandið án þess að koma þá með aðrar lausnir.   Svona hefur íhaldið hagað sér undanfarin 10 ár og þá á að vera liðin tíð.    Við sem bendum á aðild sem leið til þess að vinna okkur út úr vandanum eru þó að benda á leið, hinir benda bara út og suður og hafa engar hugmyndir.  

Sú staðreynd að Kristinn H Gunnarsson og Geir Haarde eru á sama báti segir meira en þúsund orð um sjálfheldu þeirra sem telja okkur best borgið ein og sér í ölduróti alþjóðlegs hagkerfis.  Þeir hafa beðið skipbrot en þora ekki að horfast í augu við það.


mbl.is Hvorki ESB né fortíðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er ekkert sem bendir til þess að ESB taki við okkur miðað við það ástand sem nú er á okkar efnahag. Lestin er farin og það þýðir ekki að verða úti á brautarpallinum meðan við deilum um hvort betra hefði verið að fara með lestinni. Við verðum að ræða þá möguleika sem raunverulega eru í stöðunni. Ætlum við að gangast við þeim skuldum sem fjárglæframennirnir hafa komið okkur í eða ætlum við að taka þeim afleiðingum sem það mun hafa á okkur viðskiftalega ef við neitum að gangast við þeim.

Héðinn Björnsson, 13.10.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hvenær fór lestin?   Hvaða ráðamenn í ESB hafa sagt að lestin sé farin ? Endilega fræddu mig Héðinn eitthvað hefur þú fyrir þér er það ekki, annað en bara óskhyggju, eða er þetta bara aðferð til að komast hjá því að ræða efnisatriðin.  Íhaldið með sinn hjáguð Davíð Oddsson hefur reynt þessi brögð í mörg ár að bulla bara um eitthvað til að komast hjá efnislegri umræðu.

Það er dæmalaust að gefa sér svona vitleysu og ætlast svo til rökrænnar umræðu í framhaldinu.

G. Valdimar Valdemarsson, 13.10.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband