Nú verður að fá svörin á borðið

Í þeirri stöðu sem Ísland og íslenskt efnahagslíf finnur sig í núna er mikilvægt að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að skaðinn verði ennþá meiri.   Það má ekkert útiloka í þeim efnum, hvorki að halda krónunni áfram eða að sækja um aðild að EB og taka hér upp Evru.

Það eru því eðlileg nærstu skref í stöðunni að sækja um aðild að EB og fá fram svör við áleitnum spurningum um hvort að aðild að bandalaginu og upptaka Evru sé æskilegur kostur.   Svör við mörgum áleitnum spurningum varðandi kosti og galla aðildar fást ekki án aðildarviðræðna, það liggur alveg ljóst fyrir.

Stjórnmálamönnum ber skylda til að leita allra leiða og útiloka engar við lausn efnahagsvandans.  Það er ekki hægt að gera upp hug sinn til aðildar að EB án þess á borðinu liggi aðildarsamningur sem þjóðin getur tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir upplýsta umræðu.

Fyrst þegar aðildarsamningur liggur fyrir er rétt að einstakir stjórnmálaflokkar umræðuna um það hvort flokkurinn vill mæla með að samningurinn sé samþykktur eða felldur.   Andstæðingar aðildar að EB koma með ýmis rök fyrir sínum skoðunum sem eiga heima í þeirri umræðu sem fram fer í aðdraganda þjóðaratkvæðis.  

Á meðan aðildarsamningur liggur ekki fyrir er sú umræða tilgangslaus og fellur alltaf í sama farið.   Fullyrðingar þeirra sem eru með eða á móti stangast á og menn lesa greinar, sáttmála, lög og reglur hver með sínum gleraugum og hoppa ofan í skotgrafir og skjóta þaðan hver á annan og almenningur er engu nær.

Ég skora á stjórnmálamenn að koma sér saman um aðildarumsókn til að kanna þá leið til hlítar og móta sér síðan skoðun með og á móti í ljósi niðurstöðunnar.  Þjóðin á rétt á því að þessi leið sé könnuð eins og aðrar og það verður ekki gert nema með umsókn um aðild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband