Pólitískt gjaldþrot

Nú virðist þeirri hugmynd vaxa fylgi að við lokum okkur af, tökum ekki erlendu lánin sem um er rætt og tökumst á við aðsteðjandi vanda ein hér úti í Ballarhafi.   Þessar skoðanir koma frá afturhaldsöflunum í Íslensku samfélagi, VG og Íhaldinu.     Það er illt að sitja undir hótunum frá Bretum og Hollendingum og enn verra að horfa uppá ESB taka undir þeirra málflutning.

Það er alvarlegt ef einstök ríki eiga að komast upp með að misnota alþjóðlega stofnun eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (IMF) til þess að kúga bágstadda þjóð til hlýðni.   Nú verða þeir stjórnmálamenn sem vilja horfa fram á veginn en ekki til baka í leit að lausnum að taka höndum saman og leita lausna.   Það verður að ræða beint við þá sem við eigum í deilum við og gera það tæpitungulaust. 

Ráðherrar verða að brjóta odd af oflæti sýnu og fara á staðinn til að greiða úr flækjunni í stað þess að sitja heima og lesa fréttir um Ísland í fjölmiðlum.  Geir Haarde á að fara til Washington og funda með IMF og fá á hreint hver staðan er.   Síðan þarf að fara maður á mann og ræða við stjórnarmenn í sjóðnum til að tala okkar máli.  

Samhliða þessu á að halda blaðamannafund eða fundi til að skýra okkar sjónarmið og skoðun á því að alþjóðastofnun láti misnota sig með þessum hætti.  Ef Geir treystir sér ekki til ferðarinnar ætti varaformaður Sjálfstæðisflokksins að fara í hans stað, ég treysti starfandi utanríkisráðherra ekki til verksins.   Össur Skarphéðinsson sem starfandi utanríkisráðherra sagði Bandaríkjamen hafa sýnt okkur fingurinn og er ekki líklegur til að fá áheyrn á þeim bæ eða ná árangri í viðræðum við aðrar þjóðir.

Bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra eru gagnlaus pappír og ættu reyndar að vera búnir að segja af sér eftir atburði síðustu vikna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband