Össur bloggari vaknaði

Össur iðnaðarráðherra vaknaði og mundi eftir því að hann heldur úti bloggsíðu þegar fréttir bárust af frumhlaupi Bjarna Harðarsonar.   Þá hafði Össur loksins eftir hálfsmánaðar þögn eitthvað að segja við kjósendur og Samfylkingarfólk.   Þá var loks fundið verkefni sem kallinn ræður við, það er að kasta skít og hella olíu á bál.   En að leysa mál, hann er ekki jafn laginn við það.   Þjóðin situr í súpunni og Össur hefur meiri áhyggjur af innanbúðarmálum í Framsókn en af ástandi þjóðmála.

Nú er komið að ögurstund varðandi heræfingar Breta á Íslandi, í dag þarf starfandi utanríkisráðherra að taka ákvörðun um það hvort Bretarnir koma eða koma ekki.   Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort Össur mætir í vinnunna og tekur ákvörðun eða hvort hann situr heima og lætur Geir ráða þessu.   Ákvörðunin varðar utanríkismál og er alfarið Össurar samkvæmt stjórnskipan, nú reynir á kappann... er hann maður eða mús?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Já þetta verður fróðlegt að sjá. En ef stjórnmál snérust einvörðungu um það að tala, þá væri Össur án efa yfirburða stjórnmálamaður. En mér finnst þó rétt sem hann sagði. Ef Bretarnir koma að æfa sig að skjóta úr byssum þá er auðvitað við því búið að eitthvað blæði smá úr þjóðarstoltarsárinu. Ég er allavega ekkert voða hlynntur því að þeir komi.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 11.11.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband