Verkalýðsforingi á villigötum.
13.11.2008 | 14:10
Manni bregður við að sjá svona hugmyndir frá formanni í verkalýðsfélagi. Lífeyrissjóðir landsmanna eru tryggingarfélög þar sem menn greiða iðgjöld í samræmi við tekjur. Lífeyrissjóðirnir tryggja m.a. örorkulífeyri, makalífeyri og ellilífeyri.
Allar hugmyndir um að gera allar lífeyrisgreiðslur að séreign hljóta að hafa í för með sér að samtrygging sjóðanna líður undir lok. Þá þarf ríkið að taka á sig auknar byrgðar í staðinn.
Það væri fróðlegt að heyra frá fleirum í verkalýðshreyfingunni hvort að það sé tilfellið að þar séu ræddar hugmyndir að hverfa frá samtryggingu og í staðinn hugsi hver um sig. Vonandi er hér um vanhugsað einangrað útspil manns sem hefur ekki hugsað til enda þær hugmyndir sem hann leggur hér á borðið.
Allur lífeyrir verði séreign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er reyndin að lífeyrissjóðirnir eru að fara nær þessu með hverju árinu fyrst var það maka lífeyrir hann er nánast eininn og vilji hjón skipta með sér lífeyri þá skal sá hinn sami koma með læknisvottorð um að hann lifi helst framfyrir áttrægt eða það varð ég að gera og vegna þess að smá leki er á hjartaloku þá get ég ekki skipt lífeyri ég leit á þennan sjóð sem fjölskyldu sjóð og þannig var hann þegar ég hóf greiðslur í hann þá var reglan þannig að ef sjóðfélagi féll frá þá fékk makinn helming af því sem sjóðsfélaginn átti að fá Örorku lífeyri er verið að reyna að koma á ríkið vegna þess að hann er svo hár í hlutfalli við aðrar greiðslur. Það er greinilegt að það er stefnan að sjóðirnir verði einstaklingssjóðir og það er ekki gott þeir eiga allavega að vera fjölskyldusjóðir þar sem hluti af tekjum fjölskyldunnar fer í greiðslu í lífernissjóð hvort sem fyrir vinnan er ein eða tvær.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.11.2008 kl. 14:29
Björn, það er önnur umræða og nauðsynleg að skoða hverjir sitja fyrir hönd sjóðsfélaga í stjórnum lífeyrissjóða. En ég hef af því áhyggjur ef menn ætla að hverfa frá samtryggingunni núna á þessum síðustu og verstu tímum.
G. Valdimar Valdemarsson, 13.11.2008 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.