Matthildur

Farsinn í kringum Davíð Oddsson Seðlabankastjóra er orðinn lygilegri en nokkur þáttur sem fluttur var í útvarpi Matthildi hér í eina tíð.   Seðlabankastjóri segist vita hversvegna Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum.   Þessar upplýsingar eru mjög mikilvægar þeim sem nú hyggja á málaferli til að rétta sinn hlut gagnvart stjórnvöldum í London.  En Seðlabankastjórinn ber við bankaleynd og neitar að upplýsa málið.  Hann gengur því gegn íslenskum hagsmunum.

Davíð Oddson hefur verið upptekinn af því að undanfarnar vikur að þvo hendur sínar af því ástandi sem upp er komið í íslensku efnahagslífi og segist hafa varað við því lengi.   Fáir kannast við þessi varnaðarorð.  Ekki talaði hann við ráðherra bankamála um stöðuna í heilt ár.   Þeir þ.e. Seðlabankastjórinn og ráðherrann verða að gefa á því skýringar.  Hversvegna varaði Seðlabankastjóri ekki ráðherra bankana við stöðu bankana?   Og að sama skapi, hversvegna í ósköpunum var ráðherra bankamála aldrei í sambandi við Seðlabankastjóra í heilt ár til að fræðast um stöðuna og setja sig inn í málin?

Seðlabankastjóri segist hafa varað ráðherra ríkisstjórnarinnar þ.e. forsætisráðherra og utanríkisráðherra við stöðunni í febrúar síðastliðinn.  Hversvegna var ráðherra bankamála ekki á þeim fundi?   Hver ákvað að boða hann ekki á fundinn og hver ætlaði að bera honum skilaboðin um stöðu bankanna?   Var það í verkahring utanríkisráðherra vegna þess að bankamálaráðherra er í sama flokki, eða var það hlutverk forsætisráðherra sem verksstjóra í ríkisstjórninni?  Hefur þetta fólk ekki komið sér saman um ákveðin vinnubrögð?  

Eru svona mikilvæg skilaboð frá Seðlabankastjóra talin svo lítilfjörleg að það var látið liggja milli hluta hvort og þá hver bar ráðherra bankamála fréttirnar.  Eða er ráðherra bankamála bara hafður með svona til sýnis en ekki treyst fyrir mikilvægum málum?   Er það kannski vegna leka af fundum ríkisstjórnarinnar að hann er ekki hafður með í ráðum?   Þessu verða bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra að svara.  

Til að bíta höfuðið af skömminni gefur svo Seðlabankinn og Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson út helbrigðisvottorð fyrir bankana í skýrslu í maí.   Hvað breyttist frá því í febrúar og fram í maí?  Þessari spurningu þarf Seðlabankastjórinn að svara, hann þarf líka að svara því hvað breyttist aftur frá í maí og þar til í júní sem varð til þess að hann sagði í "símtali" við forsætisráðherra að það væru 0% líkur á að bankarnir myndu lifa af. 

Það er síðan hægt að setja stórt spurningamerki við vinnubrögð Seðlabankastjóra að upplýsa einungis valda ráðherra um stöðuna í febrúar og fylgja málinu síðan ekki eftir og tryggja að upplýsingarnar berist til ráðuneytis bankamála.    Til að kóróna svo vitleysuna hringir hann stöðugt í forsætisráðherra með svartagallsraus sem ekki er stutt af skriflegum skýrslum af neinu tagi.  Þvert á móti stangast rausið í manninum á við heilbrigðisvottorð sem hann gaf bönkunum í maí.

Geir Haarde er vorkunn að leggja ekki símtölin öll á minnið.  Frásagnir af samskiptum Seðlabankastjóra og Forsætisráðherra minna frekar á afbrýðissaman fráskilinn eiginmann sem terroriserar sína fyrrverandi með síma ati.   Engin myndi ætlast til að blessuð konan myndi smáatrið í þannig símtölum eða taki þau alvarlega.

Tilburðir Davíðs Oddssonar við að þvo hendur sýnar eru í besta falli hlægilegar og minna á það þegar Árni Johnsen ætlaði að lauma í land frá eyjum góssinu úr Þjóðleikhúsinu.   Þarna fer sekur maður sem gerir allt til að afvegaleiða umræðuna og rannsókn málsins og ég hef stórar efasemdir um að símtölin sem hann vitnar til hafi farið fram.   Og jafnvel þó svo að hann hafi hringt og varað við þá hringdi hann í rangt númer.  Hann átti að hringja í bankamálaráðherrann til að vara við stöðu bankanna.   Stjórn Íslands er ekki einkaklúbbur þar sem menn velja sér viðmælendur heldur eiga erindi eins og slæm staða bankanna að berast ráðherra bankamála, ekki sem sms heldur í skriflegri rökstuddri skýrslu.

 Meðan Davíð Oddsson getur ekki vísað í slík gögn ber hann ábyrgð og á að segja af sér.


mbl.is Eitthvað rotið í Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég held að Geir hafi hringt í Gordon Braun og beðið hann að stöðva fjárflæðið  sem í gangi var þess vegna hefur Davíð þessi tök á Geir.

Davíð sagði að það ætti eftir að birta fleiri samtöl og að upplýsa málið varðaði bankaleind  það þíðir að um peningafærslur er að ræða.

Þetta er eins og eftir glæpasagna höfund það verður að lesa á milli línanna.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.12.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband