Ríkisstjórnin gefur tóninn

Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið einhliða að standa ekki við samninga við bændur og vísitölubæta ekki búvörusamninga eins og ráð var fyrir gert.   Þetta er einhliða ákvörðun stjórnarflokkana og mun hafa víðtæk áhrif á afkomu margra sem starfa í landbúnaði í dag.   Hér er um beina kjaraskerðingu til bænda að ræða á sama tíma og tilkostnaður við rekstur í landbúnaði hækkar mikið.   Og þar liggja stjórnvöld ekki á liði sínu og hækka olíukostnað ofan á þetta samningsrof.

Almenningur í þessu landi sem er að sligast undin verðtryggðum lánum hlýtur að hugsa sitt þegar stjórnvöld gefa tóninn.   Hversvegna ættu skuldsett heimili að standa við sýnar skuldbindingar ? 

Er ekki einbúið að einhverjir taki sig til að hætti að greiða verðtryggingu á lán og miði bara við upphæðir síðan í október síðast liðnum og noti til þess sömu rök og stjórnvöld?


mbl.is Hætt við vísitölutengingu í búvörusamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband