Veruleikaflótti
21.1.2009 | 08:38
Ég held að þessi hugmynd sé nú ekki hugsuð til enda. Stjórnmálamenn bjóða sig fram til þess að sitja á þingi eða í sveitarstjórn í 4 ár. Á einu kjörtímabili þarf að taka bæði vinsælar og óvinsælar ákvarðanir. Óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir verða seint teknar ef almenningur hefur það vald að skipta bara út stjórnmálamönnum ef ákvarðanirnar falla ekki í kramið.
Við getum allt eins farið í beint lýðræði eins og að taka upp ákvæði um undirskriftasafnanir til að fá fram kosningar. Þessi tillaga er týpísk fyrir þó skoðanakannana pólitík sem Samfylkingin fylgir, hversvegna samþykktu þessir 10 þingmenn ekki vantraustið á ríkisstjórnina. Þeir sitja á Alþingi í umboði þjóðarinnar og allt sem þarf er að hlusta á þjóðina. Það á ekki að þurfa undirskriftasöfnun heldur bara hæfa Alþingismenn sem fylgja sannfæringu sinni og hlusta á þjóðina, í stað þess að láta flokksagann stýra öllum sýnum ákvörðunum.
Þingmenn vinna eyð að stjórnarskránni, nú ætti að spyrja hvað hefur breyst síðan allir 10 flutningsmennirnir felldu vantraustið. Og hversvegna flytja þeir ekki í umboði þjóðarinnar vantraust á ríkisstjórnina ? Þetta frumvarp er sýndarmennska og blöff og því fylgir engin sannfæring og ég held reyndar að nær væri að samþykkja breytingu á lögum sem bannar þingrof. Þá væru mótmælendur í dag að benda á lausnir eða annarskonar ríkisstjórn sem þeir treysta betur í stað þess að krefjast bara kosninga.
Ég skora á þingmenn að taka frumvörp á dagsskrá sem hafa verið flutt og bíða afgreiðslu, eins og til dæmis frumvarp um yfirstjórn Seðlabanka sem Höskuldur Þórhallsson er flutningsmaður að. Þannig svara þeir kalli almennings í stað þess að slá ryki í augu fólks með svona sýndarmennsku.
Meirihluti geti krafist kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Banna þingrof? Viltu ekki bara banna þjóðaratkvæðagreiðslur, beint lýðræði og mannréttindi? Gaman að sjá hér hinn raunverulega Framsóknaranda en ekki eitthvað afneitunaryfirklór af flokksþinginu. Svo viljið þið fara í endurbætur á stjórnarskrá?!?
Það er ekki þar með sagt að mér hugnist þessi leikur Samfylkingarinnar eins og staðan er í dag.
Sigurður Hrellir, 21.1.2009 kl. 09:47
Sigurður ég veit ekki um þig, en ég hef alveg sjálfstæða skoðun og segi hana umbúðalaust. Kannski talar þú alltaf fyrir einhvern hóp, en það geri ég ekki. Andinn sem þú sérð er minn andi, tilkomin vegna minnar reynslu.
Endalaust skítkast þitt í framsóknarfólk bendir til að það sé nóg af skít þar sem þú ert eða í þinni sálu. Er ekki komin tími til að þú leitir þér hjálpar ?
G. Valdimar Valdemarsson, 21.1.2009 kl. 10:04
Rétt að benda á að þingrof er t.d. bannað í Noregi. Eru Norðmenn þó ekki almennt taldir mjög andlýðræðisleg þjóð held ég. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem vel má ræða, enda skapar þetta allt aðra umgjörð utan um löggjafar- og framkvæmdavaldið en þá sem við búum við. Þegar kallað er eftir breytingum þarf að skoða kosti sem eru í boði.
Stefán Bogi Sveinsson, 21.1.2009 kl. 10:36
Talandi um skít þá er Framsóknarfjósið djúpur mykjuhaugur þó svo að reynt sé að byggja fallega yfir hann þessa dagana. En ég er bara nokkuð hress á sál og líkama, þakka þér samt hugulsemina.
Sigurður Hrellir, 21.1.2009 kl. 11:43
Það er gaman að sjá jafn uppbyggilega fordómalausa og frjóa þjóðfélagsumræðu og Sigurður Hrellir ástundar. Ísland á alla möguleika með þessu framhaldi.
Gestur Guðjónsson, 21.1.2009 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.