Ólína Þorvarðardóttir er ólæs
30.1.2009 | 19:55
Framsóknarflokkurinn hefur aldrei lofað ríkisstjórn Samfylkingar og VG hlutleysi. Framsóknarflokkurinn þarf að styðja ríkisstjórnina til að hún komi málum í geng. Hlutleysi eitt og sér dugar ekki. Þetta vita allir sem fylgjast með pólitík. Ólína fabúlerar og gerir framsóknarmönnum um skoðanir kastljósi án þess að vera læs á stöðuna. Framsóknarflokkurinn gefur ekki VG og Samfylkingu óútfylltan undirritaðan tékka á ríkissjóð. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi og íhald og Samfylking sýndu það við fjárlagagerð 2007 að þeir kunna ekkert með fjármuni að fara og lögðu þar grunn að slæmri stöðu ríkissjóðs þrátt fyrir aðvaranir.
Ólína verður að sætta þig við það við treystum þessum flokkum ekki og höfum til þess margar ástæður..
XB.
ps: Helgi Seljan fyrrum kosningastjóri Samfylkingarinnar kaus að misnota ríkisfjölmiðil til þess að ræða framsóknarflokkinn án þess að rödd flokksins væri til staðar. Er ekki kominn tími á að gefa Helga frí ? Sáttmáli íhalds og krata um helmingaskipi á fréttastofu og í kastljósi hlýtur að vera runninn sitt skeið og komin tími á vandaða hlutlausa umfjöllun. Það er kominn tími til að loka Bláskjá og opna ríkissjónvarpið aftur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað merkir það að verja ....ríkisstjórn falli ?
Skoðaðu viðtalið við Sigmund á RÚV, 21/1.
Páll A. Þorgeirsson, 30.1.2009 kl. 20:12
Páll... Stjórnmálafærði 101
VG 9 þingmenn S = 18 þingmenn = 27 þingmenn
D = 25 þingmenn F = 4 = 29 þingmenn
Alþingi er = 63 þingmenn
Það sem uppá vantar hér að ofan eru framsóknarmenn.
Þó þeir sætu heima og greiddu bara atkvæði gegn vantrausti gæti ríkisstjórnin ekki framkvæmt nokkurn skapaðan hlut. Það er að verja stjórn falli, en það þarf meira til. Forsetinn myndi ekki samþykkja þannig stjórn nema vera viss um að framsókn gerði meira en að verja hana falli. Framsókn þarf að styðja stjórnina ... það gerir Framsókn ekki skilyrðislaust. Það vissu líka Samfylking og VG bæði að það væru skilyrði og hver þau væru. Forsetinn vissi það líka, og þar sem VG og Samfylking sögðu skilyrðin aðgengileg og að þau yrðu ekki vandamál fengu þau umboð til að mynda stjórn. Framsókn hefur alltaf komið hreint fram og sagt hver skilyrðin séu og að hér sé ekki um óútfylltan tékka að ræða. Þeir sem ekki ná því verða að taka stjórnmálafærði 101 .. aftur og aftur þar til þeir skilja út á hvað stjórnmál ganga.
G. Valdimar Valdemarsson, 30.1.2009 kl. 20:38
Á þessum pistli sést flokksræðið í hnotskurn. Það þarf ekki 63 þingmenn, það þarf einungis einn fulltrúa frá hverjum flokki sem nær 5% markinu í alþingiskosningum. Fulltrúi hvers flokks færi með atkvæðafjölda sem jafngilti þeim þingsætum sem flokkurinn hefði fengið. Þannig væru í dag fimm þingmenn. Frjálslyndi maðurinn hefði fjögur atkvæði, framsóknarmaðurinn sjö, sá vinstri græni níu, samfylkingarmaðurinn 18 atkvæði og sjálfstæðismaðurinn 25. Hinir tveir síðastnefndu mynduðu síðan ríkisstjórnina.
Það er ekkert verið að vandræðast með einu starfskröfuna sem lögð er á þingmenn, að vera trúr sinni sannfæringu. Þetta snýst allt um flokkinn. Ég er hræddur um að það sé, illu heilli, einmitt grunnurinn að stjórnmálafræði 101.
Þessu verður að breyta. Ég fagna því stjórnlagaþingi.
Sigurður Ingi Jónsson, 30.1.2009 kl. 23:00
Gott blogg hjá þér.
Halla Rut , 1.2.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.