allt í plati stefna Samfylkingarinnar
2.2.2009 | 13:20
Nú hefur Samfylkingin farið í gegnum tvennar stjórnarmyndunarviðræður á innan við tveimur árum. Jafnframt hefur formaður hennar lýst því yfir að fyrrverandi stjórn var sjálfhætt ef ekki yrði gengið til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.
Ekki virðist neinn áhugi á að fylgja málinu eftir, sennilega er þetta línan frá auglýsingastofunni. Draga málið á langinn til að geta notað það í einum eða tvennum kosningum í viðbót. Það er verið að blekkja almenning til fylgilags við flokkinn (kosningabandalagið) en það stendur ekki til að standa við stóru orðin.
Ef að alvara fylgdi máli væri gert ráð fyrir fernum breytingum á stjórnarskrá þ.e að gerð verði breyting á 21. greininni til að heimila framsal valds í samningum við yfirþjóðlegar stofnanir. Það stendur ekki til og bíður þá næstu endurskoðunar á stjórnarskrá sem verður vonandi þá á stjórnlagaþingi. Aðildarumsókn getur því ekki verið á dagsskrá fyrr en í fyrsta lagi sumarið 2010.
Kannski er hér um afleik að ræða í stjórnarmyndunarviðræðum, og þá hlýtur það að vera leiðrétt þegar stjórnarskrárbreytingar verða ræddar á þinginu næstu vikur.
Hér að neðan er hugmynd framsóknarmanna að breytingum á 21. greininni sem nauðsynlegar eru til að hægt sé að sækja um og semja um aðild.
Við 21. gr. stjórnarskrárinnar bætist:
2. Heimilt er í því skyni að ná markmiðum um aukna samvinnu milli þjóða og
sameiginlega réttarskipan með öðrum ríkjum eða til þess að tryggja alþjóðlegan frið
og öryggi að framselja skilgreinda hluta valdheimilda, sem handhafar ríkisvalds fara
með samkvæmt stjórnarskránni, í hendur yfirþjóðlegra stofnana sem Ísland á eða fær
aðild að með samningi. Slíkt framsal getur þó ekki tekið til heimilda til þess að
breyta stjórnarskrá þessari.
3. Framsal samkvæmt 1. mgr. skal ákveðið með lögum þannig að a.m.k. 3/4
þingmanna greiði slíku lagafrumvarpi atkvæði sitt. Náist slíkur aukinn meirihluti
ekki en einfaldur meirihluti þingmanna greiðir slíkri tillögu þó atkvæði sitt má í
kjölfarið bera tillöguna óbreytta undir bindandi þjóðaratkvæði til samþykktar eða
synjunar þar sem einfaldur meirihluti kjósenda ræður úrslitum.
4. Framsal slíkra valdheimilda er ávallt afturkræft eftir sömu reglum og
greinir í 2. mgr.
5. Ákvæði þessarar greinar eiga ekki við um þátttöku Íslands í
alþjóðastofnunum sem taka ákvarðanir sem einungis hafa þjóðréttarlega þýðingu
gagnvart Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
„Ekki virðist neinn áhugi á að fylgja málinu eftir, sennilega er þetta línan frá auglýsingastofunni.“ Frábært komment.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2009 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.