Ríkissjóður á yfir 500 milljarða útistandandi í ógreiddum sköttum.
3.2.2009 | 14:59
Ríkissjóður hefur lánað launþegum landsins skatta af lífeyrisgreiðslum áratugi fram í tímann. Með einfaldri kerfisbreytingu og samningum við lífeyrissjóðina má innheimta þessa skatta á næstu árum og þannig koma í veg fyrir hallarekstur og skuldastöfnum ríkissjóðs.
Með því að innheimta strax skatt af lífeyrisgreiðslum í stað þess að innheimta hann þegar lífeyrir er greiddur út fær ríkissjóður tekjurnar strax. Síðan þyrfti að ganga til samninga við lífeyrissjóðina um að þeir greiddu þá skatta sem liggja í í sjóðunum í dag.
Fyrir launþega mun þetta þýða að mótframlag þeirra yrði skattlagt strax en það þýðir 37% skatt á 4% af launum. Ó móti kemur að þegar launþegarnir fá greiddan lífeyri í framtíðinni borga þeir eingöngu fjármagnstekjuskatt af ávöxtun lífeyrisins í stað þess að greiða fullan tekjuskatt eins og þeir gera í dag.
Í lífeyrissjóðunum eru um 1600 milljarðar í dag og gera má ráð fyrir því að allt að þriðjungur af þeim fjármunum séu skattar sem ríkissjóður hefur lánað væntanlegum lífeyrisþegum og ekki koma til greiðslu fyrr en þeir fara á lífeyri. Eins og staðan í þjóðarbúinu er í dag eru þessir fjármunir miklu betur komnir í ríkissjóði til að koma í veg fyrir skuldasöfnun og vaxtagreiðslur í stað þess að liggja hjá lífeyrissjóðunum.
Mikilvægt er að ganga til samninga við lífeyrissjóðina um að þeir leysi þessa fjármuni á næstu árum og greiði til ríkissjóðs. Þetta verður að gerast yfir nokkur ár til þess að ekki komi til óæskilegra áhrifa á markaði með verðbréf s.s skuldabréf og hlutabréf.
Hagfræðingar eru ágætir til að spá fyrir um þróun og áhrif aðgerða á markaði en það á ekki að leita að lausnum á vandamálum samtímans í hagfræðikenningum og módelum heldur úti í samfélaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er áhugaverð hugmynd. Það eru til peningar en bara spurning um forgangsröðun hvenær á að nota þá. Allt tal um að Ísland sé gjaldþrota er fjarstæða.
Ég sé ekki að það mundi hafa nein áhrif á lífeyrisþega þótt ríkið mundi ákveða að taka skattinn sinn strax út.
Einnig væri í framhaldinu hægt að breyta lögum og rukka skattin strax af lífeyrisgreiðslunum áður en þær færu inn í lífeyrissjóðina.
Þannig mundi ríkið strax fá töluvert meiri skatta í kassann.
Þórhallur Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 16:25
Mér líst vel á þessa hugmynd. Þetta leiðréttir líka þessa tvísköttun sem fólk hefur mikið barist fyrir þar sem hluti sjóðsins ætti að vera skattlagður með fjármagnstekjuskatti, þeas þetta einfaldar kerfið eins og ég skil þetta!
Kristbjörg Þórisdóttir, 5.2.2009 kl. 00:56
Þarf ekki líka að skoða öll þessi lífeyrissjóðsmál frá grunni.
Nú er maður búinn að borga í þetta í 30 ár og samkvæmt
síðasta yfirliti sýnist mér að ég hefði betur gyemt þennan
pening undir koddanum mínum.
Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 6.2.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.