Össur og Jóhanna eiga að víkja að ógleymdum Krístjáni Möller

Davíð Oddsson kom fram í Kastljósi í gær og upplýsti að ríkisstjórnin hefði fengið kolsvarta skýrslu frá þekktum evrópskum fjármálasérfræðingi um stöðu bankana og ekkert aðhafst.   Hann upplýsti einnig að hann hefði mætt í ríkisstjórnarfund og gefið bönkunum tvær til þrjár vikur og sagt að ef einhvern tíman væri tími til að mynda þjóðstjórn væri það þá.

Í þessari ríkisstjórn sem stakk skýrslunni undir stól og gerði þjóðstjórnarhugmynd Seðlabankastjóra að stærra máli en yfirvofandi hrun bankanna sátu þrír núverandi ráðherrar.  Jóhanna Sigurðardóttir, Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson.   Þau bera ábyrgð ásamt öðrum ráðherrum á því að ekkert var gert til að koma í veg fyrir bankahrunið. 

Ef einhverjir þrír einstaklingar í Íslenskri stjórnsýslu eiga að víkja embætti núna eru það þessir þrír ráðherrar.   Seðlabankastjórarnir eiga að víkja vegna þess að þeir njóta ekki trausts um það er engin spurning.  En ráðherrarnir eiga að víkja vegna vanrækslu. 

Davíð fór með hálfkveðnar vísur og dylgjur sem geta átt við um stóran hóp manna í íslensku samfélagi.   Hann verður að gera hreint fyrir sýnum dyrum og upplýsa hvaða fólk naut sérkjara í bönkunum.  En að sama skapa læðist að manni sá grunur að Jóhanna, Kristján og Össur sitji í ríkisstjórn til að tryggja að ekki sé velt við öllum steinum í rannsókn á bankahruninu.   Hversvegna axla þau ekki ábyrgð eins og kallað er eftir og segja af sér ?

Ég velti því líka fyrir mér hvort að Össur, Kristján og Jóhanna sitji eingöngu í ríkisstjórn til að gæta hagsmuna Baugs og klára að ganga á milli bols og höfuðs á Davíð Oddssyni?     Ný lög um Seðlabankann sjá vonandi dagsins ljós í þessari eða næstu viku, en það eru önnur og stærri mál sem eru meira aðkallandi hjá þjóðinni.  

Turnarnir tveir í íslenskri pólitík undanfarin ár, Jón Ásgeir og Davíð Oddsson eru að falla og vonandi falla flokkarnir sem trúðu á þá með þeim.  Nú er komin tími á að fólk sé haft í fyrirrúmi og stjórnmálin snúist um fólkið í landinu og hagsmuni þess en ekki stolt tveggja manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Siggi Einars, Finnur, Ólafur Ólafs, Bingi, Geir Magnússon og synir.

Listinn er langur og gæti hæglega innihaldið fleiri í áhrifastöðum Framsóknar.

Læt þetta duga í bili

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 25.2.2009 kl. 10:20

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Mibbó þessir menn sem þú telur upp hljóta að sæta rannsókn eins og aðrir og þá kemur hið sanna í ljós.  Ekki eru Framsóknarmenn í stjórn til að stoppa rannsóknina.

G. Valdimar Valdemarsson, 25.2.2009 kl. 10:25

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Var að stríða þér.

En eins og þú segir, það Á að vera klárlega LAUST við stjórnmálaafskipti, hverjri eru rannsakaðir og hverjir ekki.

mbk

miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 25.2.2009 kl. 10:41

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var seðlabankinn sem fékk þessa skýrslu skv. Davíð. Og hann mætti á ríkisstjórnarfund 30 september. Þannig að þetta er ekki ástæðaa fyrir Jóhönnu og Össur að fara frá. Þetta var nokkrum dögum fyrir fall bankana. Og ekkert hægt að gera nema að setja viðbúinað í gang sem var gert.

Þetta er úr ræðu Davíðs í mars 2008 og ekki hægt að sjá að hann sé skíthræddur.

Þrátt fyrir það andstreymi sem víða sést, ekki síst í tengslum við hina alþjóðlegu fjármálamarkaði og þau miklu áhrif sem það kann að hafa á svipaða starfsemi hér, þá er ekki endilega líklegt að íslenska þjóðin sé að sigla inn í kreppu. Miklu líklegra er að nú hægi nokkuð á og í versta falli tökum við nokkra dýfu, sem ætti þó ekki að þurfa að standa lengi. Það höfum við gert fyrr og hrist fljótt af okkur áhrifin af því, enda hefur íslenskt þjóðfélag jafnan sýnt mikla aðlögunarhæfni. Nokkuð ljóst er að jafnvægi verður ekki komið á í þjóðarbúskapnum nema með samdrætti í eftirspurn.

Og svo

......móti er bent á að bankarnir hafi stækkað mikið og því sé forðinn hlutfallslega minni en áður, eins og það er orðað. Rétt er að athuga að bankar hér sem annars staðar reka starfsemi sína á eigin ábyrgð og þurfa að sýna fyrirhyggju og trausta áhættustýringu. Samkvæmt yfirlýsingu þeirra sjálfra sem Fjármálaeftirlitið hefur ekki gert athugasemdir við, er fjármögnunarstaða þeirra síst lakari en sambærilegra erlendra banka. Þeir þurfa því ekki að leita á óhagstæða lánamarkaði á undan öðrum
Þetta er úr ræðu Davíðs á ársfundi Seðlabankans. Hann er nú ekki beint að æpa á fólk. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.2.2009 kl. 10:42

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Magnús skýrslunni var skilað til ríkisstjórnarinnar.   Hvað Davíð segir á ársfundi bankans er annar debatt og má reikna með að þar sé myndin fegruð m.a. til að ekki verði ótímabært rush á bankanna.   Það var ríkisstjórnar að bregðast við þegar hún fékk skýrsluna í hendurnar og hún sýndi af sér klára vanrækslu.

Hvenær ætlar Samfylkingin að axla ábyrgð í stað þess að benda á einhverja aðra ?

G. Valdimar Valdemarsson, 25.2.2009 kl. 10:51

6 Smámynd: Hannes Karlsson

Sæll Valdi.

Sjálfstæður Seðlabanki þarf ekki að býða eftir ákvörðun ríkisstjórnar!  Geri ráð fyrir að stjórnendur bankans hafi vitað hvað var í skýrslunni.

Hannes Karlsson, 25.2.2009 kl. 11:45

7 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hannes grafalvarlegt ástandið kallaði á fleiri aðgerðir en voru á valdssviði Seðlabankans.  Eitt lítið dæmi má nefna en það er að Seðlabankinn kallaði eftir styrkingu gjaldeyrisvarasjóðsins með lántöku á aðalfundi bankans í mars.  Það var ekki fyrr en tveimur dögum fyrir þinglok í endaðan maí sem ríkisstjórnin leitaði afbrigða til að koma málinu í gegn.   Þá hafði stjórnarandstaðan og markaðurinn hrópað eftir aðgerðum í tvo heila mánuði.

G. Valdimar Valdemarsson, 25.2.2009 kl. 11:54

8 Smámynd: Johnny B Good

Þarna talar greinilega mjög "ábyrgur stjórnmálamaður" sem vill að landið verði með öllu stjórnlaust næstu vikur.  Það eina sem kom út úr þessu viðtali við Davíð Oddsson var að mínu mati það að hann er illa veikur og þarf greinilega á hjálp að halda. 

Svo finnst mér að framsóknarmenn ættu að skammast sín, þú ert greinilega einn þeirra framsóknarmanna sem grætur sárt að samstarfi íhaldsins og framsóknarmanna sé lokið.  Þið viljið sennilega lýsa yfir stríði við fleiri þjóðir en Írak og eins og ykkar nýjustu tillögur sýna koma t.d. íbúðalánasjóði á hausinn.

Johnny B Good, 25.2.2009 kl. 11:59

9 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Jón bróðir!  Tillögur okkar gera ráð fyrir því að afskriftir af lánum íslendinga erlendis skili sér til þeirra sem skulda en verði ekki að varasjóði í vörslu pólitískt skipaðra bankaráða.  

Eftir samtöl við lánadrottna erlendis sem hafa skrifað niður lán íslendinga er það sameiginlegur skilningur þeirra og Framsóknarmanna að hagsmunum beggja sé best borgið með því að íslendingar séu borgunarmenn fyrir því sem þeir skulda.   það er best tryggt með niðurfærslu skulda.   Þeir sem slá það út af borðinu að óathuguðu máli og án þess að koma með aðrar tillögur á móti eru varla stjórntækir.

Íbúðalánasjóður fer ekki á hausinn ef lánin eru færð til sjóðsins á bókfærðu verði sem er 50% í dag.   Þá verður til varasjóður sem stendur undir niðurfærslu lána sem eru í sjóðnum.   Varasjóður sem geymdur er í bönkunum til að nota þegar þjóðin fer á hausinn er engum til gagns.

Spurningin snýst um það hvort það sé betra að geyma varasjóðinn og grípa einungis til hans þegar lán eru afskrifuð með því að setja fjölskyldur og fyrirtæki í gjaldþrot og selja eignir þeirra á niðursettu verði.  Eða hvort betra sé að nota hann í almennar aðgerðir sem bæta stöðu allra og koma hlutunum á hreyfingu og endurvekja markaði og koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja og aukið atvinnuleysi.

G. Valdimar Valdemarsson, 25.2.2009 kl. 12:14

10 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ps Jón þú ert enn einn Samfylkingarmaðurinn sem horfist ekki í augu við ábyrgð Samfylkingarinnar á stöðinni og kýst bara að benda á eitthvað annað.  

Hvenær ætlar flokkurinn að axla sýna ábyrgð, t.d. með því að hreinsa út þá sem bera hana og með því að koma með tillögur til bóta.  Flokkurinn hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá hruninu án þess að koma með nokkur úrræði sem hald er í.

G. Valdimar Valdemarsson, 25.2.2009 kl. 12:17

11 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Heyr heyr!

Heiðar Lind Hansson, 25.2.2009 kl. 12:51

12 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Heyr heyr Valdimar, þú talar um ábyrgð, hvaða ábyrgð hefur Framsóknarflokkurinn sýnt í þessum málum? Var það ekki Framsóknarflokkurinn ásamt Sjálfstæðisflokknum sem að einkavædduð bankana, í hendur flokssfélaga, ættingja og vina fyrir skýt og kanel? Var ekki framsóknarmaður Bankamálaráðherra þegar þeir voru einkavæddir? Hvenær hefur Framsóknarflokkurinn sýnt ábyrgð? Framsóknarflokkurinn á stóran þátt í þessari kreppu, frá stjórnartíð hans með Sjálfstæðisflokknum, og ég hef ekki séð að nokkur þeirra framsóknarmanna sem voru ráðherrar þá hafi sagt af sér. Því segi ég líttu þér nær maður.

Hjörtur Herbertsson, 25.2.2009 kl. 15:00

13 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Framsóknarflokkurinn hefur einn flokka sýnt þá ábyrgð að endurnýja forystuna og koma með tillögur að leiðum út úr vandanum.  Það hefur enginn annar gert.

G. Valdimar Valdemarsson, 25.2.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband