Er Mogginn farinn í hundanna?
25.2.2009 | 19:37
Nýir eigendur Árvakurs eru ekki sérlega hvítþvegnir englar. Áróður gegn erlendum aðila sem vildi kaupa blaðið tók kannski ekki alveg mið af því hverskonar lið stóð að tilboðinu sem keppti við Ástralann enda varð að halda því leyndu fram í rauðann dauðann. (Sama aðferð og Baugur notaði þegar hann eignaðist Fréttablaðið)
Lögreglan sem var að kanna meint efnahagsbrot Óskars varð að fara fram á húsleitarheimild fyrir dómsstólum til að fá gögn um skattamál Óskars Magnússonar frá skattinum. Hversvegna skatturinn sá sér hag í að ganga erinda Óskars er algjörlega óskýrt mál og verður líklega fyrsta fréttaskýring (skáldsaga) Agnesar Bragadóttur til að sanna nú húsbóndahollustu sýna við nýja húsbændur. Var þetta besti kandídatinn sem íhaldið átti til að taka yfir eignarhaldið á málgagninu? Aðrir eigendur eru m.a Guðbjörg Matthíasdóttir sem átti aðild að vægast sagt vafasömum viðskiptum með hlutafé í Glitni dagana fyrir bankahrunið.
Er mikill munur á gjaldþrota blaði í eigu Björgúlfs Guðmundssonar með Agnesi Bragadóttur sérráðna til að gæta sinna hagsmuna og þessari klíku sem nú á að taka við.
Eru þetta pappírarnir sem eiga að halda málgagninu fyrir íhaldið áfram og kasta ryki í augu þjóðarinnar og kalla Morgunblaðið frjáls og óháð ?
Ég held ég segi upp áskriftinni að Morgunblaðinu og sæki svo um að fá að blogga á Eyjunni framvegis.
![]() |
Þórsmörk kaupir Árvakur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.