Skýringin á aðgerðarleysi stjórnarinnar er fundin

Össur segir að frumvarpsdrögin séu meitluð í stein, og það skýrir jú hversvegna hlutirnir ganga svona hægt fyrir sig.   Annars er stjórnin á stöðugu undanhaldi frá loforðum sem gefin voru þegar hún var mynduð.  

Framsóknarmenn settu 4 skilyrði fyrir því að verja stjórnina vantrausti.  Eitt þessara skilyrða var að kosið verði til Alþingis 25 apríl nk.   Eftir að ráðherrarnir settust í stólana gerðust þeir værukærir og vildu fá að sitja áfram.  Það er óásættanlegt. 

Búsáhaldabyltingin snérist m.a. um það að fá að kjósa strax til Alþingis og undansláttur VG og Samfylkingar frá því er óviðunandi.

Það liggur því beinast við að ef ekki verður búið að ákveða kjördag að morgni 12 mars. nk falli Framsókn frá því að verja stjórnina vantrausti og flytji vantrausttillögu til að tryggja kosningar á tilsettum tíma. 

 


mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband