Hvað er íhaldið að verja ?

Þegar barist var um sjálfstæði Íslands í upphafi síðustu aldar snérist sú barátta um að flytja valdið og fjármagnið heim frá Kaupmannahöfn.   Þeir sem höfðu sigur í baráttunni sáu til þess að valdið var aldrei flutt alla leið til fólksins í landinu.

Stjórnkerfið sem hefur þróast hér á landi á rúmum 100 árum byggir á því að fámenn valdaklíka ræður mestu um öll mál.   Þessi klíka situr í Reykjavík og skiptir með sér góssinu eftir kosningar.  Ég undanskil enga stjórnmálaflokka, þeir eru allir sekir um þá stjórnskipan sem hér hefur þróast.

 Framsóknarmenn hafa af biturri reynslu séð að við þetta verður ekki búið lengur  Einfaldar nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá t.d hvað varðar stöðu auðlinda í þjóðareigu hafa ekki náð fram að ganga vegna hagsmunagæslu stjórnmálaflokka og þar hefur íhaldið farið fremst í flokki og sveik samkomulag sem gert var þegar stjórnin 2003 var mynduð.

Nú er barist á mörgum vígstöðvum gegn öllum hugmyndum um róttækar breytingar á stjórnarskrá. Íhaldsmenn á þingi beita málþófi, menntaelítan í HÍ heldur málþing og raðar á háborðið fólki sem annaðhvort talar gegn hugmyndinni eða hafa talað fyrir því að kjósa til þingsins samhliða Alþingiskosningum til að gera almenningi erfiðara fyrir að bjóða sig fram.

Íhaldsmenn og hagsmunagæslumenn hafa sameinast gegn Framsóknarflokknum í málinu en Samfylking dinglar með vegna þess að þeir heyra að málið hafi hljómgrunn í skoðanakönnunum en virðast samt varla vita um hvað það snýst.


mbl.is Samkomulag um að ljúka stjórnlagaumræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband