Arðrán í nýjum búningi.....

Gamli verkalýðsforinginn ætlar að bjóða almenningi lán með 18,5% vöxtum.  Þetta kalla menn að gera vel við almenning á Íslandi.  Þetta þýðir á mannamáli 185.000 krónur í vexti af hverri milljón, eða 3,7 milljónir í vexti eina saman á ári af 20 milljón króna láni og þá á eftir að borga af láninu.

Þessu er svo pakkað inn þannig að ekki séu greiddar nema 70.000 af milljóninni og 115.000 krónur leggist við höfuðstólinn.  Það þýðir að af 20 milljónum bætast 2,3 milljónir við höfuðstólinn og 1,4 milljón krónur eru greiddar í vexti fyrir utan afborganir.  Þá verður höfuðstóll lánsins orðinn 24, 6 milljónir árið 2011.  Í núverandi árferði eru svo miklar líkur á að íbúðin sem keypt verður fyrir andvirði lánsins hafi fallið í verði.

Geta ríkisbankarnir ekki boðið betur en þetta?  Er þetta sú framtíð sem andstæðingar ESB vilja búa unga fólkinu á Íslandi?

Kunna menn ekki að skammast sín ?


mbl.is Landsbankinn býður óverðtryggð íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er alveg sammála þér.  Þetta er kannski ekki verðtryggt en samt betur tryggt.

Marinó G. Njálsson, 6.4.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það á að græða meira á lántakendum núna þegar verðbólgan er að hjaðna.

Marta Gunnarsdóttir, 6.4.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband