Að skreyta liðugt

FL-okkurinn dróst með í þá vegferð að setja lög um stjórnmálaflokka.  Nú heitir það að hann hafi beitt sér fyrir því.   Svona falsa menn söguna hjá íhaldinu.  Nákvæmlega eins og þegar þeir ætluðu að eigna sér fæðingarorlofslögin korter í kosningar 2003.

Formaður nefndar sem samdi frumvarp til laga um fjármál stjórnmálaflokkana var Sigurður Eyþórsson þáverandi framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins.  Nefndin var skipuð af Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra.   Ef ekki hefði verið fyrir aulahátt íhaldsins hefði það verið gert miklu fyrr. 

Það vita allir hvernig þeir hafa dregið lappirnar í því að setja siðareglur fyrir þingmenn og ráðherra.  Nú horfir þjóðin á það hvernig þeir draga lappirnar þegar koma á stjórnlagaþingi sem setur nýjar leikreglur fyrir samfélagið.  T.d. um skipan dómara.   

Þeir verja spillinguna og völdin fram í rauðan dauðann og réttast að þingið sitji til hádegis 25 apríl þeir gera þá ekkert meira af sér á meðan.


mbl.is Hafði ekki hugmynd um þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Margrét Gunnarsdóttir

Við ályktuðum um breytta skipun dómara á landsfundinum okkar. Eins og þú veist þá er það landsfundurinn sem mótar stefnu flokksins. Veist líka vel að það voru margir sjálfstæðismenn í þessu máli og þarna voru xd og xb saman í stjórn.

ps. afhverju hefuru meiri áhyggjur af því hvað valdalausi xd gerir heldur en minnihlutastjórn xs og vg sem þið eruð að verja ?

Erla Margrét Gunnarsdóttir, 8.4.2009 kl. 12:59

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég hef engar áhyggjur... það skal bara hafa það sem sannara reynist.

Og varðandi dómaraskipan þá er líklegt að það verði verkefni stjórnlagaþings og það væri gaman að sjá Sjálfstæðismenn styðja stefnuna í verki og styðja það.

Annars er batnandi mönnum best að lifa.

G. Valdimar Valdemarsson, 8.4.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband