Óþol íhaldsins

Það er skondið að fylgjast með óþoli íhaldsmanna þessa dagana.  Bloggarar sem enn halda tryggð við íhaldið halda ekki vatni yfir stjórnarmyndunarviðræðum. 

Flokkarnir tveir hafa báðir stefnu og nú þarf að sjóða saman úr henni eina sameiginlega stefnu sem á að halda í 4 ár.   Það er ekki auðvelt og hver dagur sem líður sýnir svo ekki verði um villst að það var þörf fyrir VG í pólitíska litrófinu.  Ef ekki væri það auðvelt mál að setja saman stjórnarsáttmála.

Flokkarnir Samfylking og VG eru greinilega ekki eins líkir og sumir hafa haldið fram, sérstaklega á vinstri vængnum.  Það hlýtur að vera haf og himinn á milli og mikil vinna í undirnefndum við að koma sér saman um trúverðuga stefnu. 

Ólafur Ragnar forseti hefur greinilega markað nýja stefnu við stjórnarmyndun þar sem menn fá þann tíma sem þarf til að ná saman.  Vandvirkni og trúverðug stefna er sett í forgang.  Það er því ofur eðlilegt að formaður annars stjórnarflokksins hafi valið að eyða helginni á blakmóti og ráðherrar taka sér langþráð helgarleyfi.   Þjóðin og vandamál hennar fara ekkert,  nú skal vandað til verka.

Ég bíð spenntur eftir niðurstöðunni, hvaða stefna verður ofan á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skil ekki þessa óþolinmæði, hélt að íhaldið vildi fyrir alla muni ekki sjá þess tvo flokka mynda stjórn.

Finnur Bárðarson, 4.5.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband