Össur að sjá ljósið

Nú er Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vaknaður af værum blundi.  Hann er byrjaður að vinna nauðsynlega heimavinnu til þess að geta staðið rétt að undirbúningi aðildarumsóknar að Evrópusambandinu.  Eftir þessari vinnu hafa Framsóknarmenn kallað lengi, en allir flokkar daufheyrst við því að undirbúa þurfi málið og læra af reynslu annarra. 

Nú bregður svo við að menn halda ekki vatni yfir utanferð ráðherra til Möltu.  Ég verð að segja að mér finnst löngu tímabært að Samfylkingarfólk geri sér grein fyrir því að ekki verður kastað til höndunum í undirbúningi aðildarumsóknar.  Þar er samráð við alla aðila mikilvægt og ef niðurstaðan á að vera samningur sem þjóðin sættir sig við er mikilvægt að rödd sem flestra heyrist.

Það eina sem ég hef við utanferð ráðherra að athuga er að þegar Samfylkingin vaknar er farið í sameiginlega sjóði til að greiða fyrir vinnuna í stað þess að nota milljónirnar frá Baugi.  Mega aðrir þeir sem að málinu koma og veita umsagnir og taka virkan þátt í undirbúningi aðildarumsóknar vænta  þess að ráðuneyti utanríkismála greiði fyrir þá nauðsynlegan fararkostnað ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband