Davíð og Árni án umboðs

Þó svo að Davíð Oddsson og Árni Matt hafi skrifað undir einhverja yfirlýsingu um skuldbindingar Íslendinga í IceSave voru þeir umboðslausir og höfðu ekki til þess heimild.  Þetta veit AGS og þetta vita aðrar þjóðir.

Skuldbindingin var aldrei borin undir Alþingi og það er í raun fyrst núna sem kemur til kasta Alþingis að ákveða hvort Íslendingar samþykkja þessar skuldbindingar.

Allar yfirlýsingar gefnar á fyrri stigum er jafn marklausar og undirskrift Steingríms á samninginn ef Alþingi fellir ríkisábyrgðina.

Það er því sýndarleikur einn að vísa í einhverjar undirskriftir, má reyndar segja að Davíð, Árni og Steingrímur eigi það sameiginlegt að hafa skrifað undir skuldbindingar eins og væru þeir einræðisherrar og þyrftu ekki að spyrja þingið.

Það er fyrst núna sem reynir á það hvort þingmeirihluti sé fyrir hendi fyrir því að Íslendingar taki á sig skuldir sem nánast vonlaust er að borga.  Nú reynir á þingmenn og menn leggja örugglega við hlustir og muna hvernig hver og einn greiðir atkvæði í þessu máli.


mbl.is Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband