Loksins !!!

Það er vonandi að ríkisstjórnin láti hendur standa svona fram úr ermum í fleiri málum.

Húrra


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki best að fara að stofna andspyrnuhreyfingu, ætli lagerin hjá IRA sé til sölu?

Einarer (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Teningnum kastað - mín skoðun er sú, að hvorir tveggja ESB sinnar og ESB andstæðingar, séu með stórlega íktan málflutning.

Það er allt of mikið gert úr ESB aðild, með öðrum orðum - hún er hvorki endir alls, né er hún upphaf einhvers draumaríkis.

Sannleikurinn er sá, að innganga í ESB sem slík, mun ekki stytta kreppuna neitt, né mun hún lengja hana.

Kreppan mun einfaldlega halda áfram, nánast óbreytt. Það eina sem ég í raun og veru hef áhyggjur af, er sú staðreynd að aðildarviðræður, munu vera mjög krefjandi fyrir okkar litla stjórnkerfi, akkúrat þegar við þurfum á öllum kröftum þess við það að berjast við kreppuna.

Ég hefði því kosið, að við brettum upp ermarnar og sigruðust fyrst á kreppunni, en tækjum svo aðild til skoðunar.

Hver er sannleikur mál:

  • enginn stuðningur við krónu, fyrr en eftir að samningar eru um garð, hafa verið staðfestir af öllum aðildarþjóðum, og Íslandi líka - þá getum við sókt um aðild að ERM II - og einungis eftir að aðild að ERM II er formlega um garð gengin, fær krónan +/-15% vikmarka stuðning.
  • Þ.e. heildar-skuldir ríkisins, eru 2,5 þjóðarframleiðsla, mun upptaka Evru taka 15-20 ár, cirka.
  • menn gleyma því, hvað það þýðir, að Ísland er í EES, nefnilega það, að við erum þegar komin með þann hagnað, fyrir hagkerfið, sem aðild á að færa okku, að stærstum hluta. Það eina stóra sem eftir er, er EVRAN. Fullyrðingar, um annann stóran hagnað, er kjaftæði.
  • "The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009" . Samkvæmt þessari skýrslu, er áætlað að meðalhagvöxtur innan Evrusvæðisins, lækki niður í 0,7% af völdum kreppunnar, og verði á því reiki fyrsu ár eftir kreppu. 

    Potential Growth Stuctural unemployment Investment ratio as percentage of output

    2007  1,8%                   8,7%                                       8,7%

    2008  1,3%                  9,0%                                        9,0%

    2009  0,7%                 9,7%                                         9,7%

    2010  0,7%                10,2%                                        10,2%

Þeir telja að svokallað "lost decade" sé líklegasta útkoman, þ.e. lélegur hagvöxtur um nokkur ár, í kjölfar kreppu, þannig að kreppuárin + árin eftir kreppu, verði cirka áratugur. Þeir telja, að á endanum, muni þó hagkerfi Evrópu rétta úr sér, og ná eðilegum meðal-hagvexti. Þeir, setja þó fyrirvara við þá ályktun, að sú útkoma sé ekki örugg; þ.e.:







"Risks of a permanent downshift in potential growth should not be played down."

Hvers vegna, er ég að tönnslast á þessu? Ástæðan er sú, að væntingar um að umsóknarferli og síðan, aðild - muni redda okkur, eru fullkomlega óraunhæfar ef staðreyndir mála eru hafðar að leiðarljósi.

Höfum staðreyndir að leiðarljósi, þ.e. miðum ekki við ímyndaðar skýjaborgir.

Ef við pössum okkur, og reynum ekki að ljúka aðildarviðræðum, of hratt, þá geta þær gengið fyrir sig, án verulegs skaða - til skamms tíma, meðan þörf er á öllum okkar uppbrettum ermum við það að berjast við kreppuna.

Aðildarviðræður, mega þess vegna taka nokkur ár, þ.s. Evruaðild, fæst hvort sem er, ekki nema eftir að við höfum náð hinum svokölluðum "convergence criteria". Það, getur vart tekið minni tíma en 10 - 15 ár, hugsanlega 15 - 20, þannig að 5 - 6 ár, í aðildarviðræður, ætti ekki að vera nein goðgá.

Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur

Einar Björn Bjarnason, 17.7.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta fer aldrei lengra en þetta.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband