Bloggfćrslur mánađarins, desember 2008

Matthildur

Farsinn í kringum Davíđ Oddsson Seđlabankastjóra er orđinn lygilegri en nokkur ţáttur sem fluttur var í útvarpi Matthildi hér í eina tíđ.   Seđlabankastjóri segist vita hversvegna Bretar beittu hryđjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum.   Ţessar upplýsingar eru mjög mikilvćgar ţeim sem nú hyggja á málaferli til ađ rétta sinn hlut gagnvart stjórnvöldum í London.  En Seđlabankastjórinn ber viđ bankaleynd og neitar ađ upplýsa máliđ.  Hann gengur ţví gegn íslenskum hagsmunum.

Davíđ Oddson hefur veriđ upptekinn af ţví ađ undanfarnar vikur ađ ţvo hendur sínar af ţví ástandi sem upp er komiđ í íslensku efnahagslífi og segist hafa varađ viđ ţví lengi.   Fáir kannast viđ ţessi varnađarorđ.  Ekki talađi hann viđ ráđherra bankamála um stöđuna í heilt ár.   Ţeir ţ.e. Seđlabankastjórinn og ráđherrann verđa ađ gefa á ţví skýringar.  Hversvegna varađi Seđlabankastjóri ekki ráđherra bankana viđ stöđu bankana?   Og ađ sama skapi, hversvegna í ósköpunum var ráđherra bankamála aldrei í sambandi viđ Seđlabankastjóra í heilt ár til ađ frćđast um stöđuna og setja sig inn í málin?

Seđlabankastjóri segist hafa varađ ráđherra ríkisstjórnarinnar ţ.e. forsćtisráđherra og utanríkisráđherra viđ stöđunni í febrúar síđastliđinn.  Hversvegna var ráđherra bankamála ekki á ţeim fundi?   Hver ákvađ ađ bođa hann ekki á fundinn og hver ćtlađi ađ bera honum skilabođin um stöđu bankanna?   Var ţađ í verkahring utanríkisráđherra vegna ţess ađ bankamálaráđherra er í sama flokki, eđa var ţađ hlutverk forsćtisráđherra sem verksstjóra í ríkisstjórninni?  Hefur ţetta fólk ekki komiđ sér saman um ákveđin vinnubrögđ?  

Eru svona mikilvćg skilabođ frá Seđlabankastjóra talin svo lítilfjörleg ađ ţađ var látiđ liggja milli hluta hvort og ţá hver bar ráđherra bankamála fréttirnar.  Eđa er ráđherra bankamála bara hafđur međ svona til sýnis en ekki treyst fyrir mikilvćgum málum?   Er ţađ kannski vegna leka af fundum ríkisstjórnarinnar ađ hann er ekki hafđur međ í ráđum?   Ţessu verđa bćđi forsćtisráđherra og utanríkisráđherra ađ svara.  

Til ađ bíta höfuđiđ af skömminni gefur svo Seđlabankinn og Seđlabankastjórinn Davíđ Oddsson út helbrigđisvottorđ fyrir bankana í skýrslu í maí.   Hvađ breyttist frá ţví í febrúar og fram í maí?  Ţessari spurningu ţarf Seđlabankastjórinn ađ svara, hann ţarf líka ađ svara ţví hvađ breyttist aftur frá í maí og ţar til í júní sem varđ til ţess ađ hann sagđi í "símtali" viđ forsćtisráđherra ađ ţađ vćru 0% líkur á ađ bankarnir myndu lifa af. 

Ţađ er síđan hćgt ađ setja stórt spurningamerki viđ vinnubrögđ Seđlabankastjóra ađ upplýsa einungis valda ráđherra um stöđuna í febrúar og fylgja málinu síđan ekki eftir og tryggja ađ upplýsingarnar berist til ráđuneytis bankamála.    Til ađ kóróna svo vitleysuna hringir hann stöđugt í forsćtisráđherra međ svartagallsraus sem ekki er stutt af skriflegum skýrslum af neinu tagi.  Ţvert á móti stangast rausiđ í manninum á viđ heilbrigđisvottorđ sem hann gaf bönkunum í maí.

Geir Haarde er vorkunn ađ leggja ekki símtölin öll á minniđ.  Frásagnir af samskiptum Seđlabankastjóra og Forsćtisráđherra minna frekar á afbrýđissaman fráskilinn eiginmann sem terroriserar sína fyrrverandi međ síma ati.   Engin myndi ćtlast til ađ blessuđ konan myndi smáatriđ í ţannig símtölum eđa taki ţau alvarlega.

Tilburđir Davíđs Oddssonar viđ ađ ţvo hendur sýnar eru í besta falli hlćgilegar og minna á ţađ ţegar Árni Johnsen ćtlađi ađ lauma í land frá eyjum góssinu úr Ţjóđleikhúsinu.   Ţarna fer sekur mađur sem gerir allt til ađ afvegaleiđa umrćđuna og rannsókn málsins og ég hef stórar efasemdir um ađ símtölin sem hann vitnar til hafi fariđ fram.   Og jafnvel ţó svo ađ hann hafi hringt og varađ viđ ţá hringdi hann í rangt númer.  Hann átti ađ hringja í bankamálaráđherrann til ađ vara viđ stöđu bankanna.   Stjórn Íslands er ekki einkaklúbbur ţar sem menn velja sér viđmćlendur heldur eiga erindi eins og slćm stađa bankanna ađ berast ráđherra bankamála, ekki sem sms heldur í skriflegri rökstuddri skýrslu.

 Međan Davíđ Oddsson getur ekki vísađ í slík gögn ber hann ábyrgđ og á ađ segja af sér.


mbl.is Eitthvađ rotiđ í Seđlabankanum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekkert traust

Nú hefur Davíđ Oddsson bođađ endurkomu sína í pólitík.  Hvort ţađ verđur á međan Geir situr í forsćtisráđuneytinu eđa síđar er óljóst.   Framkoma Davíđs sýnir ađ hann hefur ekki ţann ţroska til ađ bera sem ţarf til ađ sitja sem seđlabankastjóri.   Pólitískt skipađir fyrirrennarar hans höfđu vit á ţví ađ vera ekki ađ vasast í pólitík á međan ţeir stóđu vaktina í Seđlabankanum. 

Ţennan ţroska skortir Davíđ og yfirlýsingar hans í dag hafa grafiđ endanlega undan öllu trausti til hans sem seđlabankastjóra.   Ef Geir Haarde víkur honum ekki núna er ţađ vegna ţess ađ hann tekur eigin persónulega hagsmuni og hagsmuni Sjálfstćđisflokksins fram yfir hagsmuni ţjóđarinnar og ţjóđarbúsins.

Nú reynir á hvort Samfylkingin deilir áhyggjum Geirs af eigin stöđu sem formađur Sjálfsstćđisflokksins komi Davíđ aftur í stjórnmálin, eđa hvort Samfylkingin láti stjórnast af ţví hvađ er best fyrir ţjóđina.   ţađ liggur semsagt fyrir ađ hótun Davíđs um endurkomu í stjórnmálin var raunveruleg og skýrir ţađ hörkuna í Geir viđ ađ láta hann sitja hvađ sem tautar og raular.

Óttast Ingibjörg Sólrún Davíđ svo mikiđ ađ hún er tilbúin ađ fórna ţjóđarhagsmunum og hafa seđlabankastjóra sem ekki nýtur traust sitjandi í hennar skjóli?


mbl.is Miserfitt ađ hćtta í pólitík
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband